Hilton og Ritz
4.5.2008 | 12:37
Við skelltum okkur á Hilton Hótelið í gær sáttum á barnum á 28 hæð og sötruðum rándýra drykki. En til að hita upp fórum við og kíktum á andyrið á Ritz Hótelinu. Get ég hjálpað ykkur herrar mínir spurði mótökustjórinn, nei við erum bara kíkja sögðum við. Niður tröppurnar gengju síðan þrír ungir herrar sem gætu vel verið gestir á hótelinu í kvöldgöngu. Kannski á ég eftir að gista þarna hver veit. Baldvin átti afmæli og bauð okkur Chris og íslendlinga mafíunni með sér í snobb ferð. Við klæddum okkur öll upp til að skera okkur úr milla hópnum. En komumst svo að því að uppar klæða sig ekki upp, þeir eru uppi. Því var snúið upp á nefið þegr við stormuðum inn 10 íslendingar og einn breti. En okkur var sama. Verið var íslenskt fyrir utan kampavínsflöskuna sem var seld á rúmlega 1000 pund. Við höfðum bara efni á einum drykk, svo við tókum yfir einhvern miðaldra bar og skemmtum okkur þar sem eftir var kvölds. Við Chris fórum heim og fengum okkur kebab en unglingarnir djömmuðu eitthvað lengur.
Ég átti óvænt frí í gær. Sólinn skein og tuttugu og eitthvað stiga hiti. Við sambýlingarnir fórum í bæinn að borða ís og ég keypti mér jazzballet skó. Nú get ég aldeilis snúið mér í hringi, það held ég nú.
Annars eru æfingar núna seinni partinn og út þessa viku. En miðannar fríð byrjar klukkan sjö á föstudaginn, húrra!
Athugasemdir
en hvernig gekk La Bohéme sýningin?
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:22
Hún gekk ekki alveg nógu vel. En við sínu aftur eftir 2 vikur svo þetta er allt í góðu. Þarf bara að losna við vondar hugsanir sem ég tengi við sönginn. Tiltekt í höfðinu á mér í gangi núna svo þetta er allt á réttri leið. Get sungið b-ið í The music of night en ekki í che gelida manina svo þetta er allt í hausnum á mér. Hvenær eru tónleikarnir þínir litla skott?
Unnar Geir Unnarsson, 4.5.2008 kl. 13:27
hér er sko ekki sól né 20 stiga hiti 3 til 5 stig 15 til 20 cm. þykkur snjór í garðinum
Mamma (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.