Sól, sól og meiri sól
12.5.2008 | 11:32
Ég var viðbúin kulda og trekki, roki og rigningu og lundúna þoku en ekki þessu. Hér er bara sól og yfir 20 stiga hita upp á dag hvern. Ekki slæmt. Milljónir manna hringdu sig inn veika í síðustu viku. Svo nú eru fyrirtæki farinn að gefa starfsmönnum sínum ís og kalda sumardrykki til að halda þeim í vinnunni. Ég er hinsvegar í miðannar fríi fram á fimmtudag, sem er ljúft. Ég kleif St. Pauls kirkjuna á laugardaginn. Tókst að sigrast á lofthræðslunni einu sinni enn. Hún hlýtur nú að fara yfirgefa mig hvað úr hverju. Hér eru myndir til útskýringar, bannað er að taka myndir inni, en úti er allt leyfilegt. Nema hoppa fram af byggingunni og svoleiðis vitleysa.Einhverja hluta vegna fannst bretunum upplagt að skreyta guðshúsið með gylltum ananas.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.