Lífið er kabaret...

Við fórum að sjá Cabaret söngleikinn, nú fyrr í kvöld. Algjört prump! Kabaretinn sem Leikhópurinn á Senunni setti upp í Óperunni var miklu betri, skal ég segja ykkur. En á morgun ætlum við að sjá King Lear í Globe leikhúsinu. Við ætlum að standa rétt eins og lýðurinn sem við erum gerði í þá daga. Ég vona bara að fæturnir þoli Shakespeare harmleik í þrjá klukkutíma. Þeir ættu nú að gera það eftir allar þessar fóta æfingar. Annars ætla ég að vera voða duglegur að læra á morgun, þriðjudag. Gengur ekki að sleikja sólina alla daga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú, hér er bara allt í einu komið sumar. Næs. Passaðu að láta ekki stíga á táslurnar þínar í áhorfendamergðinni - spurning um að fara að tryggja dansifætur eins og píanóleikarar gera hendur?

Agnes (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:04

2 identicon

ertu mesti að læra dans þarna það er kannski ágætt einu sinni fór ungur maður að læra smá í söng því oft væru leikarar að syngja hvernig endaði það

Mamma (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband