Kung Fu
24.5.2008 | 12:21
Kung fuið gekk bara vel. Ekkert spaugilegt svo sem. Þetta snýst bara um að passa að tjí-ið fari ekki í hjartað eða höfuðið. Þess vegna stígum við frá vinstri til hægri. Jebb, það held ég nú. Ég næ líklega Júró í kvöld í minsta kosti stigagjöfinni. Ef vel gengur að sýna í dag. Að vísu er stundvísin ekkert að fara með fólk í þesum blessaða skóla, svo það getur brugðist til beggja vona. Ég er næstum viss um að ég ætla að skrá mig á kvöld námskeiðið næsta ár. Þá er ég í skólnum frá sjö til tíu mánu- til fimmtudag allan laugardaginn en frí föstu- og sunnudag. Sem gefur mér þá tíma til að lifa smá lífi og undirbúa mig eins vel og ég vil fyrir tímana. Því leikstjórnin bætist við á næsta ári og ég ætla ekki að fara sofa tvo til fjóra tíma á sólarhring eins og sumir gera hér. Það er eitthvað ekki í lagi þegar allir nemendurnir eru að telja niður dagana í næsta frí. Við ættum að vera full af eldmóði og sköpunargleði drifinn áfram af innblæstri. En í staðinn göngum við um eins og svefngenglar með markmiðið eitt að lifa af daginn.
En nú er ég ekki aflögufær um meiri tíma tilað tapa mér hér. Verð að fara undirbúa sýningar dagsins.
Hafið það sem allra best.
Athugasemdir
ætlar þú að vera hálfann sólarhringinn í skólanum næsta á?júró í kvöld Áfram Ísland
Mamma (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.