Tec day
5.6.2008 | 06:53
Í dag er tæknidagurinn, þá skipuleggjum og undirbúum við prófið fyrir morgundaginn. Sem þýðir að við setjum upp allar leikmyndirnar og tökum þær svo aftur niður, tvisvar. Ógeðslega gaman ;)
Ég er í 7 verkum af 11 á morgun sem bara fínt. La bohéme arían komst í gegn, svo það verður gaman. Gaman að vera í krefjandi verki. En svo ég líka í leikmuna hlutverkum, lék styttu, hendurnar á Elvis, þjón sem gengur bara um og syng jólalög bak við vegg. Að auki aðeins stærri hlutverk,ég er tvíburapabbi í litlu hryllingsbúðinni, stelpurnar sem leika tvíburana mína eru ekkert sérstaklega líkar önnur er sænsk en hin brasilísk. Ég varð því að gera pabban svolítið heimskan til að samþykkja þær sem dætur mínar. Svo er ég reiður rússi í lest, það nú ekkert mál. Það svolítið eins og vera reiður íslendingur í strætó, bara aðeins kaldara.
Prófið er á morgun, óskið mér góðs gengis
Athugasemdir
Hæ hæ
Gangi þér vel í prófinu.
Knús knús
Ída
Ída (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 08:34
Gangi þér vel,
toj toj
kv. Hildur
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:05
ég veit að þér gengur vel
Mamma (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.