Sumar

Jæja, sumarið er komið aftur í london eftir stutt haust sem gekk hér yfir okkur borgarbúa. Sem er nokkuð táknrænt, nú þegar farið er að róast um í skólanum. Frí = gott veður.

Prófið gekk vel. La bohéme arían tókst mjög vel, sérstaklega seinni sýningin. En þá gaf geisladiskurinn upp öndina og varð ég því að tralla þetta án undirleiks. Það þótti fólki nokkuð vel af sér vikið. Verkið var svo valið til að vera flutt á opnu degi og var tekið upp til að nota til kynningar á skólanum. Ég er bara ánægður með mig þessa dagana.

Nú tekur við venjuleg vika í skólanum, líklega engar kvöldæfingar. Á laugardaginn eru svo sumartónleikar skólans og eru allir velkomnir. Eftir það tekur svo við sumarfrí í tvær heilar vikur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með la bohéme aríuna gott að hún tókst vel

Aðalheiður (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.