Allt er gott sem byrjar vel
1.7.2008 | 06:51
Kennarinn sem á að leikstýra okkur í sumar er ekki við fyrr en á miðvikudag. Þannig við erum í fríi, mætum bara í yoga og förum svo heim. Já, þetta er skrítinn skóli. Við eigum sem sagt að vera heima og vinna okkar heimavinnu. En það eru takmörk fyrir þvi hvað leikari getur gert áður en leikstjórinn leggur línurnar. Við vitum til dæmis ekki hvaða hlutverk við leikum, eða hvort við leikum yfirleitt. Þar sem aðeins 3 hlutverk eru til boða, en við erum 5 á fyrsta ári. Já, í upphafi vorum við 7 en báðar unglingsstúlkurnar okkar hafa gefist upp. Ekki get ég hætt núna, þá verð ég bara eins og hver önnur gelgja.
En kannski kunna vísindamennirnir einhver trix til að láta tvo leikara leika sama hlutverkið á sama tíma. Þetta snýst örugglega allt um hugsunina.
Svo i gær fór ég í sund og lá í finsbury park og sleikti sólin. Ég sleikti, hún brenndi. Ekki tunguna á mér samt, heldur bringu og bak. BBB, bak og bringu bruni.
Í dag ætla ég á British Gallery að finna mynd fyrir leikstjórnarmyndina mína. Það er um að gera að undirbúa næstu önn, ef við eigum ekkert að læra þessa.
Grease var söngleikurinn sem varð fyrir valinu. Það er nú ekki hægt að finna það þynnra, ha? Spennandi að sjá hvernig vísindamennirnir ætla að nálgast þetta margbrotna verk.
Athugasemdir
Þetta er sem sagt ömurlegur skóli.
Engin kaldhæðni þannig.
Kve. Hre
Hrefna (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.