Afmælisdagur

Í dag á Ída stóra systir mín afmæli.

Innilega til hamingju með daginn elsku Ída mín. Megi kærleikur og friður fylgja þér hvert fótmál. Hafðu það gott í dag og njóttu þess að vera til.  Vona að sólin skíni á þig í dag. Á ekki að skella í eitt ostasalat og svo sem einn eða tvo ofnrétti? Ætli þetta sé nógur matur... ? Bestu kveðjur í bæinn, litli bróðir.

 

Í dag á Hákon minn litli líka afmæli. Bestu hamingju kveðjur á nesið og hafðu það ávalt sem allra best minn kæri. Ég vona þú njótir dagsins í faðmi náttúrunar í þjóðgarðinum. Fáðu þér nú góða köku í fjörukaffi húsinu í dag. Kveðja, Unnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ brósi

Takk fyrir fallega kveðju það verður ekki veisla í dag en ég keypti mér eina ostaköku í tilefni dagsins (á samt kökumix í skápnum ef það er ekki nóg).

Svo er klúbbnum stefnt í bústað um helgina og þá verður eitthvað brallað

Kv Ída afmælisbarn

Ída afmælisbarn (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:07

2 identicon

hún stóra systir þín hugsar fyrir öllu ekki þarf að óttast að ekki sé til nóg af mat á hennar bæ.  hér er rigning og allt blautt svo það var fínt að fá sumarauka í london

Mamma (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Hákon Ásgeirsson

Takk fyrir afmæliskveðjuna, ég fékk góðan morgunmat og svo bauð ég í súpu.

Ída til hamingju með afmælið í gær!!

 Kveðja Hákon

Hákon Ásgeirsson, 3.7.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband