Það rignir

Já, sumarið er búið hér í borg, hér hefur rignt síðan á sunnudag. Kannski eins gott þar sem ég sit sveittur við greiningu leikrits alla daga. Það gengur bara vel hjá okkur. Fólk er svolítið að gráta og svona, bara eins og gengur. Ég nenni samt ekki að vera hlusta á þetta núna. Það var alveg hægt að grenja yfir þessu á síðustu önn í þar til gerðum tímum. Núna erum við að vinna leikrit, og svona æskuminningarvæl stendur bara í vegi fyrir því. En lífið er einfalt, þegar rignir notar maður regnhlíf og þegar fólk grenjar notar maður heyrnahlíf.

Lífið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrnahlífar eru mjög freistandi við grát vorum einmitt að spá í það um helgina á leiðinni á Flúðir. það var smá hávaði í bílnum.

Kv Ída í sól og sumaryl

Ída (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 08:52

2 identicon

Merkilegt hvað þetta fólk getur grenjað í þessum skóla þínum.. en gangi þér vel að greina leikritið, hvernig sem það er nú gert :)

sumarið var eiginlega að byrja hérna þegar það er að enda hjá þér, kannski fenguð þið bara súldina okkar

kv. Hildur og draugarnir

Hildur (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:35

3 identicon

er fólk ekki bara að gráta af því að það rignir. sumir gráta af sjálfavorkun leifum þeim að brynna músum .skókassinn fór á þriðjudaginn

Mamma (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.