Grasþökur
11.7.2008 | 07:04
Að leggja grasþökur ofann á háhýsi er það umhverfisvænt? Annars var ég að hugsa um greyið kallana sem komu hingað í frí. Vöknuðu snemma fóru niður að á, sólin skein, fuglarnir sungu og fiskurinn farinn að gera vart um sig. Mætir ekki bara forsetinn með fylgdarliði og þjóðsönginn í bakrunni. Hæ, ég er forsetinn og þetta er hún Dorrit mín, er hún ekki sæt? Ég er voða mikið í svona umhverfismálum og svoleiðis. Viljið þið ekki setjast niður og heyra hvað ég er klár? Og þeir hafa neyðst til að leggja frá sér stangirnar og elta forsetan og fylgdarlið inn í skála og drekka malt og appelsín og borða þykkvabæjarsnakk. Á leiðinni heim hringir svo forsetinn í DV, já ég hitti fræga kalla sem leggja grasþökur í útlöndum... já já, þeim fannst Dorrit voða hress.
Forseti hitti áhrifamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við erum líka svona umhverfisvæn í Garðabæ það eru þökur ofan á nýja Garðatorginu. Við vorum reyndar að hugsa um að opna kaffihús þar það er nefnilega verið að byggja á flestum grænum reitum hér.
Kv Ída (að brenna yfir á ættar og skátamótsskipulagi)
Ída (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:55
mér finnst nú þökurnar fara best á túnunum ég tala nú ekki um ef græna hliðin snýr upp
Mamma (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.