Pakk pakkar

Við pökkuðum eins og líf okkar lagi við. Enda tókst okkur aldeilis að klára þetta klukkan níu á laugardagskvöldið. Sunnudagurinn var því okkar til að fagna silfri og dingla okkur. Við flytjum í nýju bygginguna á þriðjudag. Þá verður þetta nú allt annað, gamla byggingin er vægast sagt viðbjóður. Enda var hún ein af fáum byggingum sem ég sýndi ekki foreldrum mínum þegar þau koma hér í sumar. Annars gengur þetta bara ágætlega svona þannig, við klárum í dag að ganga þetta í hæga ganginum. Þá getum við farið að æfa á venjulegum hraða. Það verður nú að segjst að það verður voðalega gott að klára þetta frá. Veit ekki hvort ég hlakka meira til frumsýningar, lokasýningar eða heimferðar.

Bráum verð ég búin að vera hér að éta fisk og franskar og drekka te í eitt heilt ár, hugsið ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það voru ekki margar byggingar sem þú slepptir að sýna okkur en kannski við systur fáum að sjá nýju ;)

kv. aðalheiður

Aðalheiður (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:12

2 identicon

hvað vorum við ekki búin að skoða allt?

Mamma (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:26

3 identicon

Já við systur fáum kannski að sjá nýja skólan þinn..

Er núna í góðu yfirlæti heima hjá stóru systur, hún er að reyna að svæfa þennan margumtalaða frænda og get alveg sagt með góðri samvisku að hann er með annsi góðu lungu og rödd.

Bestu kveðjur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband