Hingað til...

Hingað til:

Hef ég æft Grease söngleikinn fram og til baka í hálftómri skólabyggingu.

Hefur mér verið úthlutað hárkollu sem er næstum stærri en ég og heitari en miðja jarðar.

Hef ég horft á eitt það erfiðasta verk fyrir áhorfanda sem fyrir finnst, Uncle Vania eða Vælukjóa frænda eftir Chekov. Guð minn góður! Verk um fólk sem veltur sér upp úr eigin þjáningum, án þess nokkurn tíman að reyna breyta einu eða neinu. Til hvers að vera setja þetta upp fyrir fólk. Ég get trúað því að það sé gefandi og mikil áskorun að greina þetta verk og þær persónur sem verkið geymir. En fyrir aðra að sitja í þrjá tíma og verð vitni að vonleysinu. Ég tala nú ekki um eftir tíu tíma æfingu á bandrískum hopp og gleði söngleik er bara kvöl og pína.

Hefur borist fyrirspurn frá Hefnu vinkonu svohljóðandi: Segðu mér eitt Unnar Geir, af því ég er jú öll í Hamingjurannsóknunum ... eykur það hamingjuna að lifa einföldu lífi?  Svar: Það veit ég ekki því ég lifi ekki einföldu lífi og hef aldrei gert. En það að hugsa að lífið er einfalt frekar en flókið gerir þig betur í stakk búin til að takast á við lífið. Til dæmis þegar þú stendur frami fyrir vandamáli, að hugsa lífið einfalt, er í raun og veru að segja að það er til lausn. Frekar en hugsa þetta er vonlaust, gengur ekki upp eða ég get þetta ekki. Þú setur þig í það hugarástand sem hjálpar þér að leysa málið. En að breyta eigin hugarfari tekur tíma, rétt eins og að tók tíma að móta það hugarfar sem við búum yfir í dag. En því er hægt að breyta. Þannig ef það er hugsum sem íþyngir okkur eða stendur í vegi fyrir því að lifum því lífi sem við vilja lifa, er um að gera að losa sig við hana. Allar okkar hugsanir eru okkar hugsanir enginn annar skapaði þær. Annað fólk segir hluti og gerir hluti en það erum við sem túlkum þá og sköpum hugsanir út frá því. Hamingja er eitthvað sem við sköpum sjálf. Hamingjan er hugarástand. Ef þú vilt vera hamingjusamur vertu þá hamingjusamur. Rétt eins og ég get farið í fýlu get ég farið í gott skap, sem er miklu einfaldara og gefur mér miklu meira. Þegar ég er þungur eiga þungar hugsanir auðveldari leið upp á yfirborðið. Sama gildir um jákvæðarhugsanir, þær birtast þegar jákvæðin er við völd. Því er gott að stoppa við þegar lífið virðist erfitt og hugsa, vil ég hugsa svona er þessi hugsun að hjálpa mér. Ef svarið er nei þá einfaldlega að kveðja hana og velja þá sem þú vilt hugsa. Eins og til dæmis lífið er einfalt, lífið er fallegt eða lífið er ókei.

Mikilvægast er að vera meðvitaður um eigin hugsanir og muna þær eru aðeins hugsanir ekki sannleikurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þvílíkar pælingar.að hugsa jákvætt er allavega mjög gott

Mamma (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:41

2 identicon

Já takk fyrir þetta! :-).

 Skemmtilegar pælingar.

Kannski ég reyni að finna fleirri spurningar...............!  :-)

Kve. Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:48

3 identicon

Þetta eru skemmtilegar pælingar, greinilega mikil speki í gangi í þessum skóla sem þú ert í... Miklu skemmtilegra að vera hress heldur en fúll...

við Skúli sitjum hérna í afslöppun og erum að hlægja að msn teiknimyndaheilsum..

 Allt gott að frétta af okkur Ragga, erum kannski að verða soldið geðveik á öllum köttunum sem eru hlaupandi um allt heima núna, en það er allt í lagi því við erum svo hress

 kv. Hildur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 15:05

4 identicon

ok.. ég kíki greinilega ekki nógu oft hérna inn. Eru þessar hamingjupælingar eitthvað sem dúkkaði upp eftir að horfa á "vælukjóana"?Eða er heimspekin að yfirtaka völdin í þínu mjög svo lítið einfalda lífi?

 kv frá kúben

Harpa (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:10

5 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Já stelpur mínar hamingjan er hvergi nema í okkur sjálfum.

Það var hún Hrefna mín sem hóf þetta hamingju tal. Hún er leitandi kona en líklega ein sú hamingjusamasta sem ég þekki.

Kettir eru kósí hildur mín en heil kynslóða er kannski svolítið kreisí ;)

Unnar Geir Unnarsson, 2.9.2008 kl. 22:30

6 identicon

Lommér að vera sammála um Tsjekkovv og þjáningarnar. Getur þetta lið ekki bara farið á prozac og málið bara dautt??

Þórunn Gréta (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband