Miðaldra unglingur

blanda 198blanda 199

Svona var Roger, hann var kannski ekkert sérstaklega unglegur 17 ára drengur. Líklega vegna þess að leikarinn var 29 ára leiklistarnemi sem hafði unnið að meðaltali 14 tíma á dag í 14 daga áður en sýningar tóku við. En það gekk vel að sýna. Lokaæfingin var á föstudaginn og um kvöldið frumsýndum við. Ég veit ekki hvernig en einhvers staðar frá fengum við orku og hópurinn í heild sýndi allar sýnar bestu hliðar. Á miðri sýningu byrjað loftið að leka og í sýningarlok hafði myndast þessi líka myndarlegi pollur á miðju sviðinu. Svitinn lak hinsvegar af okkur frá fyrsta dansi enda annsi heitt í ljósunum. Tala nú ekki um þegar maður er klæddur í leðurjakka með þykka hárkollu og  það er slökkt á loftræstingunni. Það er nefnilega ekki hægt að kveikja á loftræstingunni því þá lekur úldið vatn um allt.  Það var svo heitt að ég svitnaði í gegnum hárkolluna. Það var erfitt að halda augunum opnum því svitablandað hárgel, brilljantín og hársprey lak niður undan hárkollunni í stríðum straumum. Dansinn gekk upp og söngurinn var sá besti hingað sagði söngkennarinn.  Á laugardeginum sýndum við aftur og klökkur skólastjórinn færði okkur þakkir fyrir góða sýningu og frábæra vinnu síðustu daga. Um kvöldið sýndum við í síðasta sinn fyrir troðfullu húsi og allir voða hressir. Leikari úr Grease sýningunni á west end var mjög ánægður með sýninguna og sagðist vera undrandi á hve góð sýningin væri þar sem þetta væri ekki söngleikhússkóli.

En ég er fyrst og fremst glaður að vera búin með þetta dæmi allt saman og get farið að slakka á og einbeitt mér af leikstjórnar verkefnunum mínum. En um leið glaður með mig að hafa sungið og dansað eitt stykki söngleik. Þá er það búið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju, vildi ad eg hefdi sed stykkid. Mer finnst thu bara mjog saetur og unglegur Roger. Getur verid ad thu sert 29 ara???

Guja (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Takk Guja mín það eiga eftir að gefast fleiri tækifæri til að sjá mig stíga á stokk. Já, það eru ekki allir eins heppin og við að haldast svona ungleg og flott

Unnar Geir Unnarsson, 9.9.2008 kl. 14:22

3 identicon

Gaman að sjá þig með hár. Langt síðan síðast Flott að allt gekk vel það hefði nú verið gaman að sjá þetta. Ég var einu sinni á leiksýningu þar sem snjóaði inná sviðið og lófklappið var vettlingadempað. Það þarf greinilega að vera við öllu viðbúin á leiksýningum.

SJÁUMST Á MORGUN

Ída (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:30

4 identicon

Til hamingju með sýningarnar og ennþá meira til hamingju með frábæra frammistöðu að því virðist  Ég gat ekki annað en skellihlegið að þessari mynd, hún er hreint út sagt stórkostleg!!

Sjáumst svo á næstu dögum heima á Íslandi

bestu kv.

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 19:41

5 identicon

til h amingju kallinn minn hlakka mikið til að sjá þig hér heima.þetta með hárið mér finnst þessi kolla hálf skrítin

Mamma (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 08:58

6 identicon

frábært hár .. gott að allt gekk vel hlakka til að hitta þig á föstudaginn 

kv. sú litlasta

Aðalheiður (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband