Dagleg þraut og pína
21.10.2008 | 22:18
OOO hvað ég var ekki að nenna að mæta í skólann í morgun. En sem betur fer gerði ég það, ekkert betra en að sparka í botninn á sjálfum sér þegar miðannarleiðinn leggst yfir. Í yoganu komst ég að því að ég get staðið á haus og látið mig detta afturábak í brú og staðið upp aftur í einum bita. Nokkuð gott ekki satt? Sama má segja um daginn allann, ég held að ég hafi lært töluvert meira í skólanum frekar en að hanga heima í bælinu. Spurning hvort ég muni það í fyrramalið þegar ég vakna. Annars gengur þetta allt ágætlega. Þetta er sama bölið, en samt er ég ekki kvartandi, tuðandi gamalmenið sem sem ég vill oft verða. Jæja, nú verð ég að skella mér í bælið enda klukkan að ganga tólf. Sem minnir mig á það að á sunnudag ef ég man rétt rennur upp vetrar tíminn, þá græðir maður einn klukkutíma. Gott ef maður ætlar að djamma á laugardaginn.
Athugasemdir
ég er alltaf fylgismaður góðs djamms og styð þig heilshugar.. en ég kemst ekki í skólan í dag þótt ég vildi því það er komin vetur á íslandi og við ennþá með sumardekkin á. Þannig að ég verð að vera heima ;)
bestu kv. Hildur
Hildur (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:00
hér er fínt veður sól og logn pínu pons snjór en það getur nú víst ekki góð spá hvað með það allir hressir
Mamma (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:38
hæhæ.. við mamma erum búnar að vera í kjöti um helgina og erum eiginlega fastar niðri á borgó núna það er stórhríð uppi á vatnsskarði og ekki víst hvort það verði opnað í dag
aðalheiður (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 09:54
Vá það er ekkert smá, hér er bara smá rigning, annars blíða. En ekkert kjöt samt, sem er ókostur. En hey kannski færðu þá frí í skólanum á morgun ;)
Unnar Geir Unnarsson, 26.10.2008 kl. 10:40
já mamma vill endilega komast heim sko en eg er alltaf að segja henni að það sé ekkert vit í því að faraýfir vatnskarðið
En hún vill endilega komast heim
aðalheiður (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.