Skjótt skiptast veður í lofti

Eða þannig, ég man aldrei þessi orðatiltæki, sérstaklega ekki ef ég á að skrifa þau. En sem sagt breytingar hafa átt sér stað hér á bæ. Það lítur út fyrir að ég verði hér á þessum stað til lengri tíma, rétt eins og stóð til í byrjun. Sagan er löng og flókin en niðurstaðan er sú að drengirnir voru of seinir að segja upp samningnum og verða því að búa hér lengur, eða fram til mars. Eftir það get ég svo skráð mig á samninginn. Þannig nú á ég heimili, hér í london. Gamla íslenska hugarfarið þetta reddast alltaf einhvern veginn hefur sannað sig enn og aftur. Lífið er einfalt, ekki satt. Nú get ég farið að hreiðra um mig, ég er reyndar byrjaður að þrífa svona til að setja mitt mark á svæðið. Svo hlakka ég til að fara skreyta fyrir jólin, því ég tók með mér gamalt skraut að heiman, sem er enn eitt skreyfið í því að flytja út og eiga heima hér. Næsta skref er svo að finna sér einhvern sem nennir að hanga með mér í gleði g gráti. Nóg er nú úrvalið hér í borg en eitthvað minna um gæðin, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

Meira um Kalla Kynskipta, hann er reyndar ekki skiptur enn. Hann er sem sagt ekki orðinn maður, en hefur samt fengð hormónameðferð. Hann er því hvorki karl né kona heldur er hann transexual, eða svona útskýrði hann þetta fyrir mér. Hann er því nokkurs konar þriðja kynið, eins og ég skil þetta. Málið er nefnilega að hann vill ganga með barn, því er hann hættur á hormónunum og er nú að hreinsa kerfið í sér. Þetta er allt nýtt fyrir mér og framandi og ég frekar ringlaður eftir að hafa talað við hann. En mig langar enn að spyrja hann meira út í þetta allt saman. Kalli er í vandræðum með kærastann sinn og er alltaf að spyrja mig ráða, þannig mér finnst ekki alltaf vera rétt að fara yfirheyra hann í matarhléinu út í hans kynferðis hugsanir.

Ég er ósköp sáttur við mínar hugsanir núna og mér finnst ég varla yfir neinu að kvarta miðað hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Mér finnst ég vera yfirvegaður og sáttur við lífið, tilveruna og mig sjálfann, þetta gengur allt ágætlega. Auðvita dregur ský fyrir sólu eins og gengur og gerist en þannig er það bara, sólin skín alltaf í geng svo lengi sem maður man efti henni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.