Brjálaði skóli
26.11.2008 | 21:20
Jæja, nú er allt á fullu enda prófið í næstu viku. Ég er búin að koma einu verki áfram, svo það kemur sterklega til greina til að vera sýnt í prófinu. Svo sýni ég stillimyndina aftur á laugardaginn, svo aldrei að vita nema ég verði með tvo verk á prófinu. Annars gekk nú ekkert með fyrstu sýninguna á þögninni minni, enda hef ég ekkert verið sérstaklega þögull. Þannig ég varð að koma með eitthvað betra handa þeim. Ég ætla bara að slakka aðeins á og sýna í vikunni eftir próf. Það hefur nefnilega verið annsi lítið um svefn síðustu dag. En eftir þessa og næstu viku fer þetta nú allt að róast.
Ég er fluttur, nú bý ég á Sussex way aðeins 5. mín. frá skólanum. Í nýuppgerðu húsi, hér er hlýtt og hreint og mjög notalegt að vera. Enda býr hér aðeins gott og gæfulegt fólk. Aron er mér næstur í herbergi, fjær er Axel og fjærst eru þau skötuhjú Svenni og Charolyn. Aron er með mér í skólanum, Axel er listamaður og tilvonandi arkitekts nemi en núverandi risi, Svenni gæðablóð og hans skoska frú eru listamenn einnig, hann í hljóði en hún í öðru myndlist eða skúlptúr held ég. Hérna er fínn andi og bara stemmari hjá krökkunum. Svo ætla ég að setja upp jólaseríur á sunnudaginn, svona fyrst maður á heimili og svona.
Fyrst ég komst heim svona snemma eða um níu, ætla ég snemma í bólið. En fyrst þarf ég að hanna persónurnar í nýju þögninni minni.
Hafið það sem allra best,
Unnar Geir í london
Athugasemdir
Unnar Geir og þögn einmitt:)
Ída (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:08
hér er allt á fullu í laufabrauðsbakstri erum búnar að fletja út um 70 kökur ætti að duga
Mamma (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.