Pirr
28.11.2008 | 23:03
Eitthvað er ég nú pirraður á þessu öllu saman. Líklega er það svefnleysið, stundum er bara of mikið af því góða. Það koma dagar þar sem það ekki tími til að raka sig eða klippa á sér neglurnar hvað þá meira. Þá hugsar maður bara, bíddu nú aðeins við er þetta nú alveg málið? Ég lít út eins Rasspútín með svarta bauga niður á flugbeitar táneglurnar. Kannski get ég fengið vinnu í sjónvarpsmarkaðinum sem nagla model. Veit það ekki, en eitt veit ég að fórum á námskeiðsdag í Colesium leikhúsinu sem er heimli ensku óperunnar. Og þar sat ég námskeið í leikrita ritun, mjög gott námskeið sem ég held að hafi bara fengið mig til fara skrifa aftur. Kennarinn hvatti okkur til að skrifa og skrifa vond leikrit henda þeim niður í skúffu og senda svo góðu verkinn í leikhúsin. Spurning að maður noti eitthvað af öllum þessum frítíma til að skrifa leikrit.
Jebb jebb
Eins og kannski sést á bloggi síðustu daga er gleðinn ekki alltaf við völd, en það vill bara svo oft til að þegar ég sest niður til að blogga þá er bara úr manni allur máttur runninn, og eftir er bara væl og vorkun. Enda sögðu fyrsta árs nemarnir sem lásu bloggið áður en þau komu að þeim hafi nú ekkert litist á þennan þunglynda bölsýnis Bárð. En svona er þetta bara, maður má nú mæða.
Athugasemdir
hvað segiru, vantar þig naglaklippur í jólagjöf? Eða á maður kannski frekar að splæsa í fótsnyrtingu fyrir þig svo þú eigir meiri séns í sjónvarpsmarkaðsdótið?
Bráðum koma nú jólin og þú líka, þá verður nú mikil gleði í bæ..
kveðja
Hildur (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 12:39
Tímavél er efst á óskalistanum, svo ég geti fengið meiri tíma til klippa og snyrta. Hlakka tel jólanna ;)
Unnar Geir Unnarsson, 1.12.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.