Jóla jól

Það er svona þegar maður hættir að stunda yoga á hverjum morgni og drekka te í öll mál. Það er eins og maður verði bara allt annar maður.jolasveinn Ég er eitthvað svo útþaninn og svo lúinn í liðum. Spurning um að ég láti kollvikinn vaxa í gegnum hvíta lubbann, mig klæjar alveg voðalega undan þessu. Ég man að vísu ekki hvað ég er að gera á mývatni, líklega hef ég verið aðeins of duglegur að prufa jólabjórana. En myndin er góð og buxurnar líka, það er ekkert smá handhægt að skvekkta úr skinnsokknum, það fer bara eftir vindátt hvort maður hneppir frá vinstri, hægri að ofann eða neðann, algjör snild. Hérna ef þið eruð við tölvu sem ég reikna með fyrst þið eruð að lesa þetta, þá megið þið leggja inn á mig. Það eru nefnilega engir vasar á þessum fínu buxum, þannig mig vantar pening fyrir rútufari heim á egilsstaði. Þessir sauðskinnsskór eru heldur ekki alveg að gera sig. Enda ganga sauðir ekki á skinninu heldur klaufunum, þó sauðir séu. Frostið er svo mikið að ég finn enga lykt enda nefhárin frosinn saman á horinu, nefháraklippurnar gleymust líka fyrir austan. Ég læt vita hvort ég komist til byggða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

meira ástandið á þér maður!

Áætlað er að við gerum innrás á morgun kl. 5.. vonandi hafiði lúðrasveitina og móttöku nefndina tilbúna, annars gerist eitthvað slæmt. Hormónasprengjan má ekki við neinu hnjaski þessa stundina og bara best fyrir ykkur að fara varlega :)

kv.

Hildur (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.