Á dauða mínum átti ég von...
15.1.2009 | 00:38
...en ekki að ég ætti eftir að vera sammála framsóknarmönnum. Að vísu hefur framsóknarflokkurinn verið duglegur í að leiðrétta réttindi samkynhneigðra hér á landi og á heiður skilinn fyrir það. En seint mun ég fyrirgefa þeim þær skýjaborgir sem þeir reistu fyrir austan og það glópagullsæði sem flokkurinn laug upp á austfirðinga. En mér líst vel á þessar hugmyndir, að almenningur hafi greiðari aðgang að ákvarðannatökum um þau málefni sem þjóðina varðar. Það er óþarfi að hafa allt þetta fólk á alþingi sem greinlega veit ekkert meir en við sem heima sitjum og treystum þeim til að reka ríkið fyrir okkur. Valdið til fólksins segi ég, það á nú ekki að vera flókið að reka þetta litla land. Við flytjum út fisk og listir en flytjum inn ávexti og ferðamenn. Kannski væri bara hægt að fá góða húsmóður í breiðholtinu til að sjá um daglegan rekstur á íslenska ríkinu. Það gæti þó ekki verr farið en komið er.
Lagt til að kosið verði til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott, blessuð sé minning hennar. Velkomin á fætur nýja framsókn ;)
Unnar Geir Unnarsson, 15.1.2009 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.