Föstudagur

Ég hef mikið skrifað um mánudaga en ekkert um föstudaga. Í dag er einn svoleiðis, það er að segja föstudagur, þeir eru fínir því það er alltaf frídagur sem fylgir þeim.  Nema þegar það er ekki þá eru þeir bara eins og hver annar dagur t.d miðvikudagur. En er ekkert skipulagt um helgina nema eitt afmælisboð og svo kemst ég ekki hjá því að læra heima. Ég ætlaði að gera það í gærkvöldi en Axel bauð skólafélögum sínum í eldhúspartý og ég skellti mér bara með, sem var mjög góð hugmynd. Í kvöld er það svo útskriftarsýning Michaels, dómar verða birtir á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

föstudagar eru alltaf skemmtilegir, sama hvort það sé frí daginn eftir eða ekki. Það er stemmningin sem gildir! Sit hérna á Lækjarfitinni sem áður og er að horfa á fárveikan frænda okkar hlaupa másandi í hringi hérna á gólfinu. Ég meina fólk tekur mismunandi á því að vera veikur með hita.

Annars vona ég að þú hafir það ávalt sem best og ég hugsa til þín á hverjum degi..

kv. Hildur og bumban

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Æi litla greyið, voða pestapúki ætlar hann að vera.

Ég hugsa líka voða mikið til ykkar, ætla að reyna koma um það leyti sem krakkinn er væntanlegur ;)

Unnar Geir Unnarsson, 16.1.2009 kl. 17:58

3 identicon

já endilega reyndu að koma um það leiti sem krakkinn er væntanlegur .. við verðum í bænum líka * blikk, blikk *

Aðalheiður (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:39

4 identicon

Halló (hóst hóst)

Já hér er allt í hósta og hor (hnerr)

Föstudagar eru snilldar uppfinning í minni viku eru bara mánudagar og föstudagar og þvælist helgin þarna með þetta líður allt svo hratt.

kv stóra sys

Ída (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.