Hæðir og lægðir

Já allt gengur þetta nú einhvern veginn. Ævintýra verkið mitt fékk misjafna dóma í dag. Sitthvað sem þarf að laga en gekk samt ágætlega. Ég hef það á tilfinningunni að þau geri töluverðar væntingar til verkanna minna. Allavega lagði skólameistarinn mikla áherslu á að hann kæmist á sýninguna, til dæmis varð ég að sýna fyrr en áætlað var svo hann kæmist örugglega.

Söngkennarinn minn lagði fyrir mig áætlun um að gera mig að söngleikjastjörnu, ekki söngleikjaleikara heldur aðalleikara. Hann sem sagt sagðist tilbúin að leggja á sig töluverða vinnu til þess að það yrði að veruleika ef að ég væri til í að leggja í það minnsta það sama á móti. Ég hugsaði með mér, auðvita hvernig komst allt þetta fólk áfram? Auðvita vegna þess að geri það að takmarki sínu að einn dag skyldi draumurinn verða að veruleika. Ef myndirnar eru skýrar af þeirri framtíð sem ég vil, því auðveldara er að vinna vinnuna sem þarf að vinna til að þær myndir verði að veruleika. Þannig get ég hannað mína framtíð. Þarna held ég að ég hafi fundið leiðina, allavega er auðvelt að kalla fram framtíðarmyndir af mér sem söngvara og af því lífi sem því fylgir. Ég ætla syngja aðalhlutverkið í söngleik á west-end og eiga flotta íbúð með útsýni yfir thames og nokkur tré, klassa bíl, gullmyndarlegan og skemmtilegan maka og nokkur kínversk, indversk eða austur-evrópsk krakkakríli í aftursætinu. Jebb, þetta segi ég og skrifa eftir 5 ár verður þetta orðið að veruleika.

Annars er ég bara venjulegur, tuða fer í fýlu og hef það bara fínt þess á milli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara allt í gangi lýst vel á þetta

Mamma (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:14

2 identicon

já þetta er allt að koma maður!!!!! vó! mikilvægt að hafa drauma. Gaman að þessu. Gangi þér vel Unnar Geir minn!

Hrefna (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband