Gilitrutt
3.3.2009 | 01:25
Eftir mikið drama komst Gilitrutt inn í prófið. Fyrst var nefnilega röng tilkynning hengd upp á töflu, þar kom nafn mitt hvergi fram. Það var svo á leiðinni heim núna undir miðnætti sem aðst. skólastjórinn hringdi í mig og baðst afsökunar á þessum leiðu mistökum, verkið mitt hefði vissulega komist áfram í prófið. En ég greyið var alveg búin að sætta mig við tapið og ætlaði aldeilis að læra af þessu og bla bla bla sem ég vissulega mun gera. En það er samt kátari drengur sem nú pikkar inn á bloggið heldur en sá sem gekk heim með kvöldmat í poka fyrir klukkutíma síðan. Staðan er sem sagt þessi, ég sýni eitt verk og leik í þremur af þeim átta sem komust í prófið. Nokkuð gott, svo á næstu önn ætla ég að eyða minni tíma ef nokkrum í sjálfsvorkunn, volaði og væl og drullast til að vinna eins og maður og haga mér. Jæja, nú verð ég að vinna aðeins í bekkjarleikritinu sem við annars til þriðja árs nemarnir eru að vinna. Svo legg ég mig kannski ögn áður en næsta stríð hefst.
Athugasemdir
Til hamingju með það brósi minn.. vona bara að gilitrutt hræði ekki bretana of mikið
kv. Hildur
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:15
congratulation !! En og þið Bretarnir segið það
Aðalheiður (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 15:54
Nú er jákvæðavikan á Íslandi og hjá öllum íslendingum:)
Brosum og verum glöð það fer miklu minni orka í það en vol og væl;)
Kv Ída (engin veikur 7,9,13 knock knock
Ída (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.