Sparmáltíð

Í dag fljótlega eftir að ég steig úr rekju sótti að mér hungur. Þar sem nú er runnin upp tími aðhalds herjaði ég á að það sem til var í skápum og hirslum í stað þess að fara út og versla. Og reyndi að gera mér sem mestan mat úr því sem til var. Hangikjötið síðan í júní beið affryst (s.s þýtt ekki afþýtt) í ísskápnum, svo átti ég nokkrar kartöflur svo mér fannst upplagt að sjóða mér nokkrar í mús. Reyndi endaði ég á að steikja þær, ég gleymi alltaf hvað gasið er fljótt að hita allt hér. Ekki var rjómi í boði í músina en tyrkjajógúrt gerir sama gagn. Í eftirrétt var svo síðasti harðfiskbitinn með bresku léttu og laggóðu. Í eftirþanka var svo sú hugsun hvort kjetið væri kannski full aldrað til átu svo ég fékk mér eitt brennivínsstaup ískalt beint úr frystinum, svona til öryggis. Reyndar keypti ég mér kaffibaunir í snobbhænsna verslun í soho í gær en 250 gr af baunum eru seld á samverði og 100 gr af skyndikaffi þannig í raun voru þessi kaup sparnaður. Baunirnar mala ég svo í kaffikvörninni hennar ömmu í hleinó, gæti ekki verið betra.

Ég fékk símhringinu frá yfirmanni leikstjórnardeildar í morgun, hún vildi leggja það undir mig hvernig mér finnist að fá minn fyrrverandi kæmi á dagnámskeiðið, en hann hefði beðið um flutning. Ég sagði henni að það yrði skrítið en ég kæmist nú alveg í gegnum það. Hún vildi bara að nemandi sem væri vissulega að sýna framfarir þyrfti ekki að þjást fyrir veru nemanda sem ekki væri að vinna þá vinnu sem nemendum er skylt að gera. Og þar að auki leggur þessi nemandi leynt og ljóst sig fram um koma í veg fyrir framfarir annara. Mér þykir nú annsi vænt um að þau hefðu hringt og spurt, en drengurinn verður á skilorði og eitt orð frá mér og hann verður tekinn af námskeiðinu. Já, góðir hlutir henda gott fólk, slæmir hlutir... Nei, nei ég ætla mér ekkert að vera velta þessu fyrir mér, nóg annað að gera. Hún hringdi svo aftur og bað mig um að sýna Gilitrutt á miðvikudaginn því einhver nefnd er að koma og taka út skólann. Sko, Gilitrutt mín er aldeilis að gera sig. Gaman að geta kynnt íslenska menningu með þessum hætti en krummavísur spila einnig stórt hlutverk í leikgerðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að eiga smá hangiket en hvað svo.Er þá ekkert til

Mamma (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 17:45

2 identicon

vá, fullt að frétta af þér maður! Kv. Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:43

3 identicon

gó gilitrutt! Það er greinilega ekkert lítið sem þau eru hrifin af þér þarna í þessum skóla :)

kveðjur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:09

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Jú jú hér alltaf til nóg að bíta og brenna ;)

Já Hrefna annað hvort allt eða ekkert :)

 Tja þau eru meira svona hrifin af verkunum, frekar en af mér persónulega. Þó ég sé mjög áhrifagjarn...

Unnar Geir Unnarsson, 30.3.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband