Ekki eina íslenska verkið á hátíðinni.
25.4.2009 | 07:55
Því eins og áður hefur komið fram verður Gilitrutt í leikgerð og leikstjórn undirritaðs flutt á Edinburgh Fringe nú í ágúst. Verkið verður hluti af barnasýningu ASAD skólans en aðalsýning skólans verður Krítarhringur Brechts. Gilitrutt er byggt á þjóðsögunni um tröllið Gilitrutt en einnig fléttast þjóðlagið krummavísur inn í verkið. Leikarnir eru af mörgum þjóðernum, því auk íslenskra leikara eru einnig tvær sænskar leikkonur, ein norsk og svo einn breskurleikari. Verkið er flutt á ensku en sungið er á íslensku. Alls verða átta sýningar á Gilitrutt.
![]() |
Djúpið til Edinborgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.