Elsku karlinn Davíð.
5.7.2009 | 18:47
Já, það er hægt að treysta á Davíð að skemmta landanum með gríni og glensi á þessum síðustu og verstu tímum. Örn Árnason er líklega feginn að eftir að Dabbi Kóngur fór i frí, hefur hann alfarið sjálfur séð um leika sjálfan sig. Davíð kemur stöðugt með nýtt efni, nú síðast lék hann seðlabankastjóra en slær nú öll met með því að koma fram sem hlutlaus ráðgjafi og fortíðar spámaður. Já, það þarf því engan að örvænta þó spaugstofann sé hætt, persónurnar úr þeim merka þætti hafa fundið sér nýjan farveg svo sem kastljósið og moggann. Best fannst mér grínið með leynilegu skýrsluna sem Dabbi með glettið bros á brá sagði ríkisstjórnina leyna almenningi. Eins og Jóhanna Sigurðardóttir sæti persónulega með þessa skýrslu undir setunni á skrifstofustólnum sínum. Þessa leynilegu skýrslu má lesa hér.
http://www.banque-france.eu/gb/supervi/telechar/2000_deposit.pdf
Fleiri leynilegar skýrslur stjórnvalda má svo lesa á http://www.island.is/endurreisn
Góðar stundir.
Ekki fundið neina slíka skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.