Grín
28.7.2009 | 23:42
Æi ég hef verið eitthvað latur að skrifa upp á síðkastið. En það gengur vel, við erum bara æfa og undirbúa edinborgarferð. Skelli hérna inn smá gríni til gleðja ykkur.
Hér kemur sönnun þess að einn heimskur maður getur spurt að því sem 10 vitringar geta ekki svarað.
Hvað eru fiðrildi með í maganum þegar þau eru ástfangin?
Hvers vegna eru hermenn í borgarastyrjöld?
Af hverju er síðasti söludagur á sýrðum rjóma?
Hvað telja kindur þegar þær geta ekki sofnað?
Eru haldin kaffihlé í teverksmiðjum?
Af hverju kallast maður sem talar dónalega við konu karlrembusvín en fær kona sem talar dónalega við karlmenn borgað á mínútuna?
Hver er hraði myrkursins?
Af hverju nota kamikazeflugmenn hjálm?
Af hverju er framleitt Whiskas með kjúkling, Whiskas með nautakjöti, Whiskas með fiski en ekki Whiskas með mús?
Er fullur tölvudiskur þyngri en tómur?
Ef geðklofi hótar að fremja sjálfsmorð, kallast það þá gíslataka?
Af hverju svarar símsvarinn aldrei þegar hann er spurður?
Ef maísolía er gerð úr maís og olívuolía úr olívum, hvernig er því háttað með barnaolíuna?
Ef sund er gott fyrir handleggi og fætur, af hverju eru fiskar með hvorugt?
Hvernig kemst bílstjóri sanddreyfibíls í vinnuna á morgnana?
Ef ekkert festist við Teflon-húð, hvernig er hún þá fest við pönnuna?
Fá fiskar, eins og fólk, krampa ef þeir fara í sund strax eftir matinn?
Hvað kallast plastið sem er á endum skóreimanna þinna?
Athugasemdir
jeij ! nýtt blogg ;D
aðalheiður (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 12:56
Nú ætla ég ekki að halda því fram að ég sé vitringur, en hér eru svörin:
Þau eru með kvikasilfur í rassinum.
Af því hermenn eru líka borgarar.
Af því hann myglar eftir að hafa súrnað.
Kindur telja mýs.
Nei, tehlé.
Það eru nú alveg til karlar sem fá borgað á mínútuna ;)
Hlýtur að vera sá sami og hraði ljóssins, þ.e. sá tími sem það tekur ljósið að fara hlýtur að vera sá tími sem það tekur myrkrið að koma...
Til að meiða sig ekki á hausnum
... þú segir nokkuð, spurning um að semja við meindýraeiða um mýs og niðursjóða í dósir...
Dótið á tölvudisknum er rúmstærð, eins og lítrinn, svo nei.
Ef hann heitir Gísli, já.
Af sömu ástæðu og spegill svarar ekki þegar hann er spurður.
Oj.
Af því þá væru þeir svo rosaleg vöðvatröll að sjórinn væri ekki nógu stór.
Á sanddreifibíl.
Þó ekkert festist við hana er ekki þar með sagt að hún festist ekki við neitt.
Já, þeir deyja líklega um leið og þeir fara að synda í klórnum.
Skóreimaplast.
Annars ætlaði ég aðallega að þakka fyrir síðustu færslu og segja góða skemmtun í Edinborg!
Þórunn Gréta (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.