Guðs blessun?

Mikið afskaplega hlýtur nú góður guð að vera ánægður með þennan blessaða mann. Maður bíður sko ekki syndinni í kaffi, ó nei. Maður hreinsar til og losar heiminn við syndina.

Ég minni á pisitill minn um lækningar á samkynhneigð (Já, athyglisvert.)  og lýsi hér með alla þá miklu spekinga sem talað hafa um samkynhneigð sem synd og sjúkdóm ábyrga á þessum hrottalega glæp.

Um næstu helgi gefst íslendingum tækifæri til að ganga niður hatur og fávisku og dansa í gleði yfir því frelsi og réttlæti sem við búum við á íslandi. En munum þá sem þurfa okkar ást og aðstoð til að geta lifað í friði og virðingu.


mbl.is Tveir létust í árás á samkomustað samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, hvað þetta er sorglegt og ljótt! Og alltaf kemur það mér jafn mikið á óvart að fólk skuli nenna að ergja sig yfir því hvernig aðrir njóta ásta. Fólk! Ást er góð!

Agnes (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

segðu, þetta blessaða fólk...

Unnar Geir Unnarsson, 4.8.2009 kl. 20:46

3 identicon

Nákvæmlega, fordómar gegn samkynhneigðum eru bara pervervisjón. Fólk sem er með kynlíf annarra á heilanum er ekkert annað en perrar. Eini munurinn á mér og samkynhneigðum eru hlutir sem koma mér ekki við. Og hene nu.

Þórunn Gréta (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 12:46

4 identicon

Og til hamingju með afmælið í dag :)

Þórunn Gréta (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband