Mogginn lýgur ekki
13.8.2009 | 20:14
Í dag birtist smá grein um okkur íslendingana í ASAD og þá staðreynd að Gilitrutt mín verður sýnd í Edinborg. Gaman af því.
Annars er allt gott að frétta, æfingar ganga vel. Verkið mitt lítur vel út og vinnan við stóra verkið er mjög skemmtileg. Ég leik tvo annsi skemmtilega gaura sígauna og svo hjartalausan herman sem skemmtir sér við að nauðga og myrða flesta sem á vegi hans verða. Sígauninn er nú skemmtilegri, þar fæ ég að syngja og dansa og svona. Hitt hlutverkið er líka krefjandi og gaman að takast á við svona kall.
En mikil vinna er að baki og mikil eftir. Við saumum alla okkar búninga og smíðum alla leikmynd og leikmuni. Þannig þegar við erum ekki á sviðinu erum við að sauma eða smíða. Auk þess er ég svo að æfa Gilitrutt en ég er með 4 nýja leikara.
En eins og ég segi, þetta er draumur að rætast og frábært að fá tækifæri til að læra það sem ég er að læra. Ég er ótrúlega hamingjusamur með að vera hér. Ég sakna fjölskyldunnar minnar en á sama tíma nýt ég auðfengins stuðnings hennar á öllum sviðum.
Svo er víst nokkuð af íslendingum að byrja í haust og einhverjir færeyingar. Það verður stuð.
Ég átti alveg frábært afmælis boð á laugardaginn, risa fordrykkjarboð heima og svo út að borða. 20 leiklistarnemar við sama borð að skemmta sér, bara hávaði og læti.
Já, lífið gengur sinn vana gang hér. Ég fer í skólann og svo þegar frítími gefs hangi ég með sambúðar fólki mínu sem eru líka skólafélagar mínir. Þau eru nú reyndar öll byrjuð með hvort öðru svo þau hanga mest utan í hvort öðru, en ég fæ stundum að troða mér á milli.
Jebb, svo ætla ég blá fátækur maðurinn í göngu um suður frakkland með Badda úr skólanum í haust fríinu. Kostar 10,000 kall að fluga yfir, gistum við bara í tjaldi svona hér og þar. Hlakka mikið til.
Athugasemdir
Hljómar geðveikt spennandi á ég að senda þér viðlegubúnað á eitthvað örlítið til;)
Ída Björg (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 22:58
hehe Já eitthvað smá líklega hehe
Ég ætla að biðja pabba að senda mér svefnpokann og prímusinn meira þarf maður ekki í frakklandi.
Unnar Geir Unnarsson, 15.8.2009 kl. 01:57
Pabbi var að fara heima að pakka svefnpoka og prímus og jafnvel einhverju fleira, þó átt örugglega nóg af súkkulaði er þaekki??
Ída (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.