Blogg leti?
16.11.2009 | 07:56
Já, það hefur gengið eitthvað hægt að blogga síðustu vikur. Ekki að það sé eitthvað meira að gera, líklega er það bara nennuleysi.
En það hefur samt gengið á ýmsu hér á bæ, skólinn eins og venjulega drottnar yfir öllu. En nú eru aðeins 4 vikur eftir önninni, og í janúar 6 mánuðir eftir af leikaranáminu. Þá tekur við eitt ár til viðbótar til að klára leikstjórann. Þannig það sér nú fyrir endann á þessu. Næsta ár verður svo miklu rólegra því þá erum við ekki í neinnum tímun heldur vinnun aðeins að lokaverkefnunum okkar.
Annars er það helst að frétta að ég var að fá mitt fyrsta atvinnutækifæri, hreyfileikhúskennarinn okkar vill fá mig í sýningu hjá sér í sumar. Það fer allt eftir því hvernig skólinn verður um það leyti, en hljómar mj0g spennandi.
Athugasemdir
þannig að þú ert þá lifandi :) maður situr í von og ótta og bíður eftir pistli á blogginu en dettur ekki í hug að taka upp símann til að tékka á þér.. spes..
Allavega erum við geypilega hress hérna meginn og ég er að fara í burtfaraprófið mitt á morgun.. svo eru fyrirhugaðir tónleikar síðustu helgina í janúar.
Haðu það ævilega sem best hjá bretunum og hlakka mikið til að sjá á þér smettið í desember. Nú styttist óðum :)
knús frá okkur öllum og saknaðar kveðjur
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.