Skólajól
26.11.2009 | 00:22
Jæja, þá er allt komið á fullt, nú er verið að leggja lokahönd á verkin svo þau komi til greina í prófið. Næstu dagar verða langir og strangir en ánægjulegir. Þetta er þriðja síðasta prófið mitt í þessum skóla svo þetta horfir allt öðruvísi við en það fyrsta til dæmis. En það er gaman í skólanum og þetta rúllar allt einhvern veginn áfram og alltaf tekst þeim að kenna manni e-ð nýtt.
Annars hlakka ég bara mest til að koma heim um jólin og hitta allt fallega fólkið mitt, get varla beðið. Ætli fjarvistin frá þeim sé ekki það dýrasta sem ég borga fyrir þetta nám? En þeim mun dýrmætara að standa sig og gera þetta almennilega ekki satt?
Sem sagt hér er allt með kyrrum kjörum og drengurinn dafnar vel.
Athugasemdir
STATTU ÞIG STRÁKUR.
Við verðum alltaf jafn falleg:)
Ída (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:18
Litla frænka var að spyrja í dag hvenær Unnar kæmi eiginlega.
Ída (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:20
Æi það verður gaman að knúsa stuttu sína ;)
Unnar Geir Unnarsson, 27.11.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.