Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Spennufall

Ah, það er ekki laust við að maður sé frekar slappur þessa dagana. Mig langar mest að ljúka þessu af og koma mér heim. Ég hlakka til jólanna og að hitta allt fólkið mitt. Lítið um að vera svo sem bara þetta venjulegan, en aldrei að vita nema veður séu að fara skipast í lofti... Segi frá seinna... Jóla hvað?

Jólin

jól

Nú fer að stytast að við förum að halda upp á afmælið hans jesú, með því að borða voða mikið og gefa hvert öðru gjafir. Þá fer ég alltaf í gott skap og syng voða vond lög. Þetta er málverk af mér og tilvonandi syni mínum á leiðini til jóla messu. Við erum voða hressir en eiginmaður minn og hans móðir sem alltaf vill vera hjá okkur um jólin, þó hún sé illa haldin af ilsigi og hælsæri, eru þarna til hægri eitthvað að tuða. Að fjölskyldu minnar sið mætum við fimm tímum fyrir messu, svo við fáum örugglega sæti. Þannig við kynnumst ræstiliðinu annsi vel, áður en jesú gólið byrjar.

Annars vona ég að þið eigið góða aðventu og gleðilega BT-útsölu.


Nú er mér öllum lokið

Prófið er á enda og allt gekk eins og í sögu. Bæði verkin sem ég lék í gengu vel og leikstjórnar verkinn mín tvö flugu í gegn athugasemda laus.

Það er því mjög þreyttur  og útkeyrður drengur sem liggur hér fyrir framan tölvuna í sæluvímu. Loksins eftir fimm annir finnst mér ég loksins vera að læra það sem ég vildi læra. En líklega var ég ekki tilbúin fyrr en nú?

Hvað með það, mamma hennar Jennyar er að elda fyrir okkur og bíður í rauðvín með, svo það verður bara notalegt heimilskvöld hér á Framabraut.


Sko drenginn

Bæði verkin mín komust áfram í prófið. Sem þýðir að ég hef einn leikstjórna nema á dagnámskeiðinu staðist önnina. Ég ætla bara að leyfa mér að vera stoltur af því, andskotinn hafi það og sé ekki eina einustu ástæðu til einhvers gervi hlédrægni og hóværð. Ég helli úr skálum reiði minnar þegar mér svo sýnist, íþyngi ykkur með þungum þönkum þegar þá ber að garði. Því þá ekki að leyfa sér að monthanst þegar maður hefur nú aldeilis unnið fyrir því.

Á sunnudaginn stillti ég upp smá jólaskrauti sem ég tók að heimann. Þetta eru fáeinir hluti sem hafa fyllt mér alla tíð. Enda þarf ég lítið annað til að komast í jólaskap. Svo skelltum við saman í einn aðventukrans strákarnir, svo þetta var allt mjög hugulegt.  Aðventukransinn samanstóð af 4 spritkertum og tveimur kiwium, okkur fannst það ekki alveg passa en þau voru þó græn. Seinna skiptum við þeim svo út fyrir mandarínu.

Jæja, nú verð ég að fara læra, allt að gerast.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband