Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Frændur
4.4.2008 | 21:46
Langaði bara að monta mig af því hvað ég á flottann frænda. Þetta er hann Sæþór Berg Ídu og Hjálmarsson, Skúla Bergs og Söndru Bjargar bróðir og Unnars Geirs frændi.
Bloggar | Breytt 11.4.2008 kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Allt að gerast
2.4.2008 | 18:40
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skólinn
1.4.2008 | 21:06
Jæja, þá skólinn kominn í fullann gang. Ég er þegar búin að festa mig í 10 sýningar og er bókaður fram í júní. En þetta fer rólega af stað og fyrstu tvær vikurnar eru nær alveg lausar við æfingar. Þess vegna skelltum við Chris og Roi okkur á kaffihús eftir skóla í dag til að njóta þess að eiga frí eina kvöldstund. Markmið annarinar er að njóta og nýta hvert augnablik. Í dag kenndi okkur ekkivísindakennari, sem sagt venjulegur leikari, spuna. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel, enda sló ég að sjálfsögðu í gegn. Hvað annað?
Baðstofan í þjóðleikhúsinu eftir Hugleik Dagsson er gott leikrit og vel þess virði að sjá. Við Hákon skelltum okkur eitt kvöldið og höfðum gaman af. Hljómsveitin Flís sá um tónlist og leikhljóð auk þess sem þeir léku með í sýningunni. Feyki vel gert og fyndið verk, með Brynhildi Björns í broddi fylkingar góðra leikara. Allir í leikhús. Við sáum líka Stóra Planið, það var á mjög lágu plani. Engin í bíó.
Skrítið að vera komin aftur hingað í útland. En nú er vor í london. Fuglarnir syngja og sólin skín fram yfir kvöldmat. London er skemmtileg borg og ég er hægt og rólega að venjast því að búa hér. Þetta silast líka áfram, ég var að hefja þriðju önnina af tólf í leiklistar- og leikstjórnarskorinu og þá á ég bara eftir fjórar annir í leikstjórninni. Já, já þetta er allt að koma...
En kroppurinn er eitthvað að kvarta það er erfitt að labba niður stiga og svona. Ég er svolítið eins og áttrætt gamalmenni með gyllinæð að skakklappast áfram, en það hlýtur að lagast. Það vona ég allavega, líklega ekki mörg hlutverk í boði fyrir þannig útlítandi leikara. Aldrei að vita þó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)