Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Sætu strákarnir okkar

Líklega besti árangur íslendlinga(hommalinga) á alþjóðlegumóti síðan íslendingar urðu B heimsmeistarar í handbolta þarna um árið. Nú mæta allir og styðja sætu strákana okkar í london í ágúst. Áfram strákar... með strákum
mbl.is Í 2. sæti á bikarmóti samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússíbanareið hugans

Jæja, það er aldeilis sem gengur á í höfðinu á mér núna. Eina stundina langar mig helst að kveðja þessa vælukjóa og halda á önnur mið. En aðra langar helst að sökkva mér niður í lærdóm og sigra heiminn fullur af innblæstri og eldmóð. Það sem ég þarf að gera núna að að læra þekkja forspor niðursveiflunar svo ég geti stoppað hana. Og minna hugann á að svona vilji ég hugsa þegar ég er í uppsveiflu eða bara þarna rétt á milli. Það er kannski óþarfi að vera í endalausum sveiflum alla tíð. En svona gengur þetta. Þessi stutta vika búin, frí á morgun en æfingar allann sunnudaginn. Svo eru bara þrjár vikur í prófið. Þetta er allt að koma. 


Slæ á lærdóm

Ég er snillingur. Jebb, snillingur í að slá því á frest sem ég hef tíma til að gera seinna. Nú hef ég haft 5 daga til að læra heima og undirbúa mig fyrir komandi vikur. En nú eru rétt fjórar vikur í prófdaginn. En í staðinn hef ég gengið um gólf og fundið mér allt mögulegt til dundurs, allt annað nema læra. Mig minnir að Ási í Hagaborg hafi sagt að gerast nemi væri einnig að gerast áskrifandi að nagandi samviskubiti. Því í hvert sinn sem þú værir ekki að læra værir þú alltaf að hugsa að þú ættir nú að vera læra. En engu að síður nái ég um kvöldmatarleytið loks að byrja læra. Að vísu náði ég fyrr um daginn að skrifa flotta styrkumsókn til Kaupthings og millifærði húsaleiguna en ég átti að vera læra. En það var erfitt að reyna læra Che gelida manina á ensku með eyrnatappana í kafi í eyrunum þegar Roi og Chris sátu syngjandi fullir í eldhúsinu fyrir neðan. Já, misjafnt er það sem mennirnir aðhafast.

En í dag er nýr dagur, ég vaknaði klukkan níu. Og hef einsett mér að læra þangað til ég fer að sjá King Lear. Það rann nefnilega upp fyrir mér þegar ég var að setja niður námsárangur og starfreynslu vegna umsóknarinnar. Að ég er bara alls ekki eins vitlaus og ég hélt að ég væri. Ég hef bara staðið mig nokkuð vel. Sú hugsun fæddist nefnilega í hausnum á mér að ég hefði sóað tímanum fram að þessu. Ég hefði klúðrað öllu og ætti ekki neitt. En þegar ég horfi á líf mitt á svörtu og hvítu til þessa dags og svo fram á veginn. Það get ég ekki annað en verið ánægður og hlakkað til þess framtíðin ber í skauti sér. 


Að vera eða ekki vera... í skotapilsi

Ef það hefur einhvern tíma verið veður til að klæðast fatnaði með aukinni loftkælingu, er sá tími runnin upp. Ég hef samt mínar efasemdir um kosti þess að klæðast pilsi. Það getur nefnilega verið verið erfitt að stjórna því magni af lofti sem notað er til loftkælingar. Eins og dæmin sanna. Greyið maðurinn með báðar hendur fullar og allar kinnar berar. Vandræðalegt.  Þó svo að mér finnist gaman að koma fram opinberlega. Þá veit ekki hvort ég sé tilbúin að taka áhættuna á svona opinberun.

 

skottapils


Lífið er kabaret...

Við fórum að sjá Cabaret söngleikinn, nú fyrr í kvöld. Algjört prump! Kabaretinn sem Leikhópurinn á Senunni setti upp í Óperunni var miklu betri, skal ég segja ykkur. En á morgun ætlum við að sjá King Lear í Globe leikhúsinu. Við ætlum að standa rétt eins og lýðurinn sem við erum gerði í þá daga. Ég vona bara að fæturnir þoli Shakespeare harmleik í þrjá klukkutíma. Þeir ættu nú að gera það eftir allar þessar fóta æfingar. Annars ætla ég að vera voða duglegur að læra á morgun, þriðjudag. Gengur ekki að sleikja sólina alla daga.

Unnar Geir á St.Paul

Það tók mig nokkra stund að þora að stiga út á svalirnar, sem eru mjög þröngar. Aðeins pláss fyrir tvo venjulega holdi klædda túrista hlið við hlið. Aðrir þurftu að troða sér, okkur venjulegu til ama. Nokkuð fleiri stundir þurfti ég til að þora sleppa handriðinu og snúa baki í borgina svo hægt væri að taka af mér mynd. En það tókst, ég lít meira að segja bara nokkuð eðlilega út.

Londonsummer 007

 


Sól, sól og meiri sól

Ég var viðbúin kulda og trekki, roki og rigningu og lundúna þoku en ekki þessu. Hér er bara sól og yfir 20 stiga hita upp á dag hvern. Ekki slæmt. Milljónir manna hringdu sig inn veika í síðustu viku. Svo nú eru fyrirtæki farinn að gefa starfsmönnum sínum ís og kalda sumardrykki til að halda þeim í vinnunni. Ég er hinsvegar í miðannar fríi fram á fimmtudag, sem er ljúft. Ég kleif St. Pauls kirkjuna á laugardaginn. Tókst að sigrast á lofthræðslunni einu sinni enn. Hún hlýtur nú að fara yfirgefa mig hvað úr hverju. Hér eru myndir til útskýringar, bannað er að taka myndir inni, en úti er allt leyfilegt. Nema hoppa fram af byggingunni og svoleiðis vitleysa.Einhverja hluta vegna fannst bretunum upplagt að skreyta guðshúsið með gylltum ananas.                                                                         

  Londonsummer 003  Londonsummer 002                                                                                                                                                                                                                                                                     


Frí

Í dag var allt lokað í bretlandi vegna bankahelgarinnar nema skólinn minn.


Nýr borgarstjóri

Við fengum okkur nýjan borgarstjóra hér í london um helgina. Hann er hárprúður líkt og Dagur B. en ekki nærri eins fallegur og hann. Borgarstjórinn nýji var kosinn í embætti með meirihluta atkvæða, hann vann. Fleiri kusu sem sagt hann en nokkurn annan sem bauð sig fram. Þess vegna er hann við völd en ekki einhver annar sem enginn kaus.  Já, þeir eru skrítnir hér í london.  

Hilton og Ritz

Við skelltum okkur á Hilton Hótelið í gær sáttum á barnum á 28 hæð og sötruðum rándýra drykki. En til að hita upp fórum við og kíktum á andyrið á Ritz Hótelinu. Get ég hjálpað ykkur herrar mínir spurði mótökustjórinn, nei við erum bara kíkja sögðum við. Niður tröppurnar gengju síðan þrír ungir herrar sem gætu vel verið gestir á hótelinu í kvöldgöngu. Kannski á ég eftir að gista þarna hver veit.  Baldvin átti afmæli og bauð okkur Chris og íslendlinga mafíunni með sér í snobb ferð. Við klæddum okkur öll upp til að skera okkur úr milla hópnum. En komumst svo að því að uppar klæða sig ekki upp, þeir eru uppi. Því var snúið upp á nefið þegr við stormuðum inn 10 íslendingar og einn breti. En okkur var sama. Verið var íslenskt fyrir utan kampavínsflöskuna sem var seld á rúmlega 1000 pund. Við höfðum bara efni á einum drykk, svo við tókum yfir einhvern miðaldra bar og skemmtum okkur þar sem eftir var kvölds. Við Chris fórum heim og fengum okkur kebab en unglingarnir djömmuðu eitthvað lengur.

Ég átti óvænt frí í gær. Sólinn skein og tuttugu og eitthvað stiga hiti. Við sambýlingarnir fórum í bæinn að borða ís og ég keypti mér jazzballet skó. Nú get ég aldeilis snúið mér í hringi, það held ég nú.  

Annars eru æfingar núna seinni partinn og út þessa viku. En miðannar fríð byrjar klukkan sjö á föstudaginn, húrra!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband