Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Fagur mánudagsmorgunn
30.6.2008 | 06:34
4 önnin af tólf hafinn og ekki nema 8 eftir. Þetta skotgengur, ekki satt? Þetta verður venjuleg önn að mér skilst, ekkert um kvöldæfingar og frí allar helgar. Það verður sem sagt hægt að eiga sér líf meðan á þessari önn stendur. Við fyrsta árs nemarnir æfum eitt stutt verk og svo allir dagnemendur saman söngleik. Vonandi skemmtleg verk. Bara nokkuð glaður svona í upphafi, sjáum hvað það endist lengi og ég fer að kvarta undan álagi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur
28.6.2008 | 12:54
Jæja, síðasta helgarfríið í bráð. Nú byrjar sumarönnin á mánudag. Hlakka ekkert sérstaklega til en það verður samt spennandi að sjá hvað verk þau hafa valið fyrir okkur.Svo er þetta líka síðasta önnin mín sem fyrsta árs nemi. Ég kem á klakann um miðjan sept, kem í íslenska haustið. En þanngað til ætla ég að njóta breska sumarsins sem er hreint ekki svo slæmt skal ég segja ykkur. Planið er að fara í sund kaupa afmælisgjöf og klára mest spennandi bók veraldar, Skrefi á eftir. Kannski eitthvað tjútt í kvöld aldrei að vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ho ho
24.6.2008 | 23:59
Jæja...
Hvernig er það er enginn nýr megrunarkúr eða túr í gangi núna? Er kannski einhver hundur týndur? Kannski setti einhver hann í tösku og lamdi... Við verðum að finna eitthvað nýtt, er engin að skilja? Er Bubbi kannski farinn að éta hamborgara og súkkulaisjeik í öll mál? Hvar er Jónína Ben þegar þjóðinn þarf á henni að halda? Við verðum að finna eitthvað annað að tala um!
Bjarndýrsútkall í Langadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Úlfur, úlfur...
23.6.2008 | 22:41
Leit að bjarndýri stendur yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn á ferð
22.6.2008 | 22:12
Jæja, í dag fórum við bara í Covent Garden og smá á tónleika á Leister squre. Svo sváfum við í sólinni á Russel squre. Á morgun mánudag er það svo St. Pauls og tower of london og sigling niður Thames.
En ég keypti mér e-ð gott til að setja í baðið á leiðinni heim. Ég ætla því að leggjast í bleyti vel og lengi og marinerast í grænu bubblubaði þar til ég skríð uppí ból.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt 23.6.2008 kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Windsor Kastali
21.6.2008 | 09:35
Jæja,
Þau eru gengin upp að hnjám gömlu hjónin. Því gaf ég þeim bara frí núna í morgun. En við ætlum að skella okkur til Windsor um hádegið og athuga hvort Beta eigi te og með því. Í gær var verslað og um kvöldið sáum við Lion King, svaka stuð. Við erum búin að skoða, British Museum, National Museum, Big Ben, þinghúsið, Westminster Abbey, Horse gards, White Hall, London Zoo, Regents park, Oxford street, Soho, China town, Russel,Leicster og Trafalgar torg svo eitthvað sé talið upp. Þá eigum við eftir höllu drottningar, St.Pauls, Covent Garden og Tower of London. Kannski ekki skrítið þau gömlu séu lúin. Þau hafa gott af þessu.
Bloggar | Breytt 25.6.2008 kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Takk Sandra
19.6.2008 | 20:43
Pa og Ma komu með fullan kassa af íslensku góðgæti. Hangikjöt, ora grænar, malt og appelsín, gotta ost, kavíar í túpu og að sjálfsögðu andrés blað. En það sem mér þótti vænst um var heill bunki að vatnslita myndum sem Sandra litla frænka hafði málað handa mér. Ég var ekki lengi að hengja upp listaverkin. Nú hanga þau uppi við tölvuna og minna mig á allt fallega fólkið mitt heima á íslandi þegar ég sest niður við tölvuna. Takk kærlega litla frænka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tónleikar
19.6.2008 | 20:05
Tónleikarnir gengu vel. Ég samdi bara dansinn jafn óðum og ég söng. Það tók engin eftir því. Enda skipti þetta ekki svo miklu máli held ég. Aðal málið var að syngja fyrir framan fólk og skemmta sér um leið. Foreldrar og litla systir eru mætt á svæðið og höfum við verið að þvælst um borgina vítt og breitt. Þau voru annsi þreytt þegar ég skilaði þeim upp á hótel í kvöld. Þannig ég gaf þeim smá frí í kvöld og við leggjum ekki á stað í innkaup fyrr en um tíu leitið í fyrramálið. Ég sett inn myndir af ferðum okkar hingað til í albúm. Kíkið endilega á það.
ps. Það gengur illa að hlaða inn myndunum. Þær koma seinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
laugardagur, jamm
14.6.2008 | 09:20
Jæja, önnin á enda og aldrei hún kemur til baka. Skólastjórinn og yfirmaður leikstjórnardeildarinnar voða ánægð með litla íslendinginn. Sérstaklega að ég skuli vera farinn að biðja um aðstoð þegar ég þarf á henni að halda. En ekki endalaust bíta á jaxlinn og láta mig hafa það, það eru takmörk fyrir því hvað jaxlar þola. Í kvöld eru lokatónleikar skólans, allir syngja eða gera tilraun til þess, nema Chris, hann er í fýlu. Sumir meira segja dansa. Já, við erum svo hæfileikarík. Ég hef hinsvegar komist að því að ég get ekki bæði dansað og sungið um leið. Um leið og byrja að syngja gleymi ég sporunum eða ef ég man sporin gleymi ég textanum. Til að bæta gráu ofann á svart þá var ég settur í fremstu línu. Já, já þetta fer allt saman einhvern veginn. En ég er í fríi til klukkan sex í dag svo veriði hress, ekkert stress og bless bless...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Húrra
12.6.2008 | 07:00
Skyr.is til Englands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)