Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Sólin skín

AAhh fyrsti kaffibolli dagsins er að kikka inn. Góður dagur í dag, svaf vært undir gömlu sænginni minni. En pabbi sendi mér þá gömlu og mæti hún á svæðið í gær. Það var yndislegt þegar ég kom heim undir miðnætti eftir langan skóladag að skríða undir alvöru sæng . Enda svaf ég eins og ungabörn eiga að sofa, lengi. Í kvöld höfum við boðið til súpugleði og eigum von á mörgum góðum gestum, allt íslendingum. Þetta veður heljarinnar gleði ætla ég að vona, en öllum heimalærdómi hefur verið skotið á frest þar til á morgun.

Annars er þetta bara andskotans endalaus gleði. 


Allir hressir

Hérna getið þið séð hvað allir eru ótrúlega hressir í skrítna skólanum mínum. Ég er þarna voða kátur að hoppa með vettlinga sem mamma prjónaði á nýju íslandsmeti, eða örskotsstundu.

skólinn 


Hæðir og lægðir

Já allt gengur þetta nú einhvern veginn. Ævintýra verkið mitt fékk misjafna dóma í dag. Sitthvað sem þarf að laga en gekk samt ágætlega. Ég hef það á tilfinningunni að þau geri töluverðar væntingar til verkanna minna. Allavega lagði skólameistarinn mikla áherslu á að hann kæmist á sýninguna, til dæmis varð ég að sýna fyrr en áætlað var svo hann kæmist örugglega.

Söngkennarinn minn lagði fyrir mig áætlun um að gera mig að söngleikjastjörnu, ekki söngleikjaleikara heldur aðalleikara. Hann sem sagt sagðist tilbúin að leggja á sig töluverða vinnu til þess að það yrði að veruleika ef að ég væri til í að leggja í það minnsta það sama á móti. Ég hugsaði með mér, auðvita hvernig komst allt þetta fólk áfram? Auðvita vegna þess að geri það að takmarki sínu að einn dag skyldi draumurinn verða að veruleika. Ef myndirnar eru skýrar af þeirri framtíð sem ég vil, því auðveldara er að vinna vinnuna sem þarf að vinna til að þær myndir verði að veruleika. Þannig get ég hannað mína framtíð. Þarna held ég að ég hafi fundið leiðina, allavega er auðvelt að kalla fram framtíðarmyndir af mér sem söngvara og af því lífi sem því fylgir. Ég ætla syngja aðalhlutverkið í söngleik á west-end og eiga flotta íbúð með útsýni yfir thames og nokkur tré, klassa bíl, gullmyndarlegan og skemmtilegan maka og nokkur kínversk, indversk eða austur-evrópsk krakkakríli í aftursætinu. Jebb, þetta segi ég og skrifa eftir 5 ár verður þetta orðið að veruleika.

Annars er ég bara venjulegur, tuða fer í fýlu og hef það bara fínt þess á milli.

 


Snjó, snjór, snjór

Hér er jörð alhvít, líklega til heiðurs Jóhönnu Sigurðardóttur ofurhetju. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég flutti hingað sem snjó festir að einhverju marki og enn snjóar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég upplifi borgina hreina. Við gengum heim í gærkvöldi í flassljósum myndavéla, heldum að frægðin hefði loks borið að dyrum en svo var nú ekki. Heldur voru bretar mætir að mynda þetta mikla náttúrufyrirbrygði sem við köllum snjó. Gaman að þessu.

Síberíu kuldi

Það eru kaldar kveðjunar sem þeir senda okkur strákarnir í síberíu, en nú leggst yfir okkur kalt loft frá síberíu sléttunum. Nú snójar í london, ekki svo að festi en fallegt er það í kvöldsólinni. Hressandi skítakuldi. 

Annars er nú bara allt gott að frétta. Ég sýndi mynda leikritið mitt við litla hrifningu og þarf eitthvað að endur hugsa það. En það gengur vel að undirbúa ævintýra verkefnið, ég ætla að sýna þeim Gilitrutt. Spennandi að sjá hvað þeim finnst um það bretunum.

Jæja, nú verð ég að fara skrifa niður hvað ég vil að leikarnir hugsi, svo þeir ráfi nú ekki um sviðið stefnulaust og algjörlega lausbeislaðir.

þangað til næst, hagiði ykkur


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband