Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Oxford

Jæja, þá er stefnan tekin á litlu Oxford. Við Halli litli fyrsta ársnemi ætlum drekka í okkur sögu og menningar þessa merka staðar. Sólin skín, vorlaukarnir í blóma og fersk vor lykt í lofti. Bið að heilsa í bylinn, haha HAHA!!!

Ráðherra

Ég verð að segja að það veitir mér ákveðna öryggistilfinningu að viðskiptaráðherra sé menntaður einstaklingur en ekki einhver sem vann vinsælda kostningu í einhverju rjómatertuboði, eða ræðukeppni  í snittuveislu.
mbl.is Bankarnir þurfa minna fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frí

Jæja þá er önninni lokið og allt gengið yfir. Ég fékk góða dóma eftir önnina og verkin mín þóttu góð og öllum leikurunum mínum hrósað fyrir góðann leik. Ég er þegar með nokkuð skýrar hugmyndir um hvað ég vil gera á næstu önn, er bara að leyfa þeim hugmyndum að þróast í róleg heitunum. En á næstu önn þarf ég að skila af mér 4 verkum, tveimur frá síðustu önn og tveimur nýjum. Það verður því nóg að gera næstu önn, en þá verð ég líka komin með nokkuð góða mynd af því hvernig þetta gengur fyrir sig. Svo ég ætti að geta skipulegt þetta svo ég fari nú ekki yfir um. Helst að hinir leikstjórarnir verði með allt á síðustu stundu að þvælast fyrir manni, merkilegt hvað það er auðvelt að kenna öðrum um. Hehe lífið væri svo miklu einfaldara ef ekki væri fyrir allt þetta fólk.

En í dag á ég frí, sólin skín og þvottavélin malar, gæti ekki verið betra.

 


Hommar í fótbolta

Fréttatilkynning

Efni:

-   Þjóðkunnir (celebs) spila fótbolta við hommana sunnudaginn 8. mars!

-   Fyrsta alþjóðlega íþróttamót samkynhneigðra haldið er á Íslandi um páskana!

-   Hómófóbía meðal íþróttamanna

Iceland Express Cup 2009

Fótboltafélagið Styrmir og Iceland Express kynna alþjóðlegt fótboltamót samkynhneigðra á Íslandi um páskana 2009.  Á mótið hafa núna  skráð sig átta erlend lið og fjögur íslensk.  Þetta er í fyrsta sinn sem fótboltamót samkynhneigðra er haldið á Íslandi og verður því brotið blað í sögu íslenskrar knattspyrnu.  Um 80-100 leikmenn, dómarar og áhangendur koma frá Bretlandi, Danmörku, Noregi, Þýskalandi og víðar.

Hefð er fyrir slíkum mótum erlendis og hefur fótboltafélagið Styrmir tekið þátt í mörgum slíkum á síðastliðnum þremur árum.  Styrmir lenti t.d.í öðru sæti á Pan-Cup mótinu sem haldið var í Danmörku s.l. sumar.  Þar réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Rannsóknir sýna að hómófóbía er afar algeng í íþróttum og á það sérstaklega við á meðal karlmanna.  Þessu til stuðnings má benda á að enginn opinber hommi er í íslensku úrvalsdeildinni.  Það sama er hægt að segja um ensku úrvalsdeildina en sá eini sem þar hefur komið úr felum svipti sig lífi skömmu síðar.  Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur lýst því yfir að það sé forgangsmál hjá sambandinu að vinna á hómófóbíu í knattspyrnuheiminum.  Allmargir samkynhneigðir hafa hrakist úr fótbolta á liðnum árum vegna kynhneigðar sinnar eða haldið henni leyndri.  Það má því með réttu segja að hér sé um mikilvægt réttindamál að ræða.

Þjóðkunnir spila við hommana

Til að byggja upp spennu fyrir Iceland Express Cup mun Fótboltafélagið Stymir spila leik við fótboltalið valinkunns fólks úr þjóðlífinu.  Leikurinn verður spilaður í íþróttahúsinu Kórnum, Kópavogi, sunnudaginn 8. mars kl. 14:00.  Allir eru velkomnir á þessa skemmtun, aðgangur ókeypis!

Lið þjóðkunnra skipa:
Bjarni Benediktsson, Guðlaug Jónsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Logi Bergmann, Kristrún Heimisdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Jói & Atli Þór, Halla Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Helena Ólafsdóttir, Guðmundur Torfason, Einar Skúlason, Matthías Imsland, Þóra Arnórsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Óli Palli, Jón Ólafsson, Hrannar Björn Arnarsson, Birkir Kristinsson, Guðlaugur Þór og fleiri.

Liðsstjórinn Halla Gunnarsdóttir mun hita upp og reyna að leiða lið þeirra þjóðþekktu til sigurs en það er spurning hvort hommarnir verði erfiðir í horn að taka!


Gilitrutt

Eftir mikið drama komst Gilitrutt inn í prófið. Fyrst var nefnilega röng tilkynning hengd upp á töflu, þar kom nafn mitt hvergi fram. Það var svo á leiðinni heim núna undir miðnætti sem aðst. skólastjórinn hringdi í mig og baðst afsökunar á þessum leiðu mistökum, verkið mitt hefði vissulega komist áfram í prófið. En ég greyið var alveg búin að sætta mig við tapið og ætlaði aldeilis að læra af þessu og bla bla bla sem ég vissulega mun gera. En það er samt kátari drengur sem nú pikkar inn á bloggið heldur en sá sem gekk heim með kvöldmat í poka fyrir klukkutíma síðan. Staðan er sem sagt þessi, ég sýni eitt verk og leik í þremur af þeim átta sem komust í prófið. Nokkuð gott, svo á næstu önn ætla ég að eyða minni tíma ef nokkrum í sjálfsvorkunn, volaði og væl og drullast til að vinna eins og maður og haga mér.  Jæja, nú verð ég að vinna aðeins í bekkjarleikritinu sem við annars til þriðja árs nemarnir eru að vinna. Svo legg ég mig kannski ögn áður en næsta stríð hefst.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband