Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Egilsstaðir, bestir í heimi
28.6.2009 | 18:06
Heitt fyrir austan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Loksins
7.6.2009 | 20:59
Jæja þá er prófið að baki, og gekk bara vel. Sýningarnar mínar féllu í góðan farveg og þóttu leikmynd, leikmunir, lýsing, búningar og leikur til fyrirmyndar auk þess sem meira máli skipti að leikverkin sjálf og þar með verkefnið í sjálfu sér vel leyst. En það sem mér þótti vænst um var að fá tækifæri til að túlka Hamlet á enskri tungu á enskri grundu. Að vísu fékk ég ekki að segja hin fleygu orð To be or not to be en ég tugði marga aðra tungu flækjuna. En shakespear liggur samt betur í íslenskum kjafti en breskan sem sem fyrirstéttin hér tyggur. Veit ekki hví en svona er þetta bara fyrir mér. Seinni hlutinn var að vísu annsi stífur en fyrst sýndi ég málverks verkefnið mitt, hljóp svo upp með áhorfendum og lék einn pabbann í Mamma Mía. Þar næst var svo Hamlet og þar sem ég var að troða mér í sokkabuxurnar er kallað Hamlet tilbúin áhorfendur á leiðinni niður. Ég var því að klæða mig á hlaupum í restina af búningnum og hef líklega litið glæsilega út ber að ofann í sokkabuxum með buxur, skyrtu, kuta og leðurstígvél á sprettinum eftir ganginum. Ég kláraði svo að að klæða mig baksviðs eftir að hafa gargað á Jóhönnu sem færði mér vesti í stað hálsfesti sem er mjög mikilvæg í senunni. Það er að segja festin ekki Jóhanna. En þetta gekk upp að lokum. Eftir Hamlet var ég svo plötusnúður í klúbb í því verki klæddi ég mig svo baksviðs fyrir þar næsta verk. Sem var chicago söngleikurinn. Já, ég leik í söngleik dansandi um í jazzballet skóm og þröngum tangó klæðum. Hverjum hefði dottið það í hug? Ekki mér svo mikið er víst. En fyri hlutinn var öllu léttari en þá sýndi ég eitt verk sem var að fullu uppset og tilbúið. Og lék bara einn feitann dólg í La Traviata óperunni, sem betur fer sat ég bara á mínum feita botni þar og trallaði með kórnum.
Enda var heimilisfólkið hér á framabraut algjörlega búið á því á laugardaginn. En við þrifum samt íbúðina hátt og lágt. Um kvöldið eldaði ég svo kjúlla fyrir liðið því þau hafa verið svo dugleg að hjálpa mér þessa önn.
Núna erum við á fullu eldri nemendurnir að æfa leikrit með ítölskum leikstjóra, sem er nú efni í sér færslu útaf fyrir sig.
Seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Próf
5.6.2009 | 01:16
Prófið er í fyrramálið(nú sem sagt þegar þú lest þetta) ég leikstýri tveimur og leik í 5 af 10 verkum þetta árið, nokkuð gott. En nú er klukkan að ganga 3 hér í borg og ræs um 7 í fyrramálið, þannig ég býð bara góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lokatörn
2.6.2009 | 00:10
Jæja, uppskeran var í takt við erfiðið. Ég kom tveimur verkum í prófið. En ég er gjörsamlega búin á því, og hef sjaldan verið eins þreyttur. En nú eru bara fjórir dagar eftir af þessu rugli, þetta hlýtur andskotan að hafast.
Skrifa meir, ef ég kemst einhvern tímann heim fyrir miðnætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)