Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Tónleikar

Hildur systir mín fallega  heldur tónleika í kvöld klukkan 18:00 í Laugarneskirkju. Skyldu mæting fyrir allar kerlingar, alla kalla með eða án skalla og hressa krakka káta.

opera.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég óska þér góðs gengis elsku Hildur mín ég hugsa til þín.


Hildur að syngja

Hún litla systir mín heldur burtfarartónleika sína á laugardaginn kl 18:oo í Laugarneskirkju, endilega allir að skella sér í kirkjuna.

Sýningin mín gekk ekki alveg nógu vel í gær ég þarf eitthvað að endurskoða hana. En æfingin á shakespeare verkinu gekk vel í gærkvöldi gekk vel svo það verður spennandi að sýna það á morgun.

Við erum að vinna að leyniverkefni sem gæti skilað mér hlutverki í bíómynd í haust, spennadi. Þetta er leyni því myndin á að koma fólki á óvart. En núna erum við bara að vinna þetta í spuna.

Annars er hér skítakuldi. 


Blogg leti

Já, það hefur verið erfitt að finna tíma til að blogga, hvað þá að hringja í fjölskylduna. En ég er hér enn og allt gengur vel. Er að fara sýna fyrstu leikstjórnar æfinga þessa önnina í kvöld. Ég lauk fyrsta hlutanum af kennslu náminu í síðustu viku, og gekk það bara nokkuð vel. Þessi önn verður annsi ströng en vonandi sú næsta og sú síðasta af leiklist og leikstjórn verði eitthvað rólegri.

Bretarnir eru að komast yfir snjókomuna um daginn og lífið bara gengur sinn vana gang.


Save or not to save? Save iceland?

Sumu fólki er bara ekki viðbjargandi...

Hvernig dettur manninum að gera svona, þegar tveir þriðju kjósanda skrifa ekki undir hvatningu til forseta um að hafna lögunum. Tveir þriðju kjósanda skrifa ekki undir og alþingi samþykkti lögin. Hvers konar lýðræði er þetta? Til hvers að hafa alþingi? Eigum við ekki bara að kosta til 106 milljónum í hvert sinn sem ákvörðun þarf að taka og Jón og Gunna sem hafa kynnt sér málin í hlutlausri umfjöllun Moggans og Fréttablaðsins kjósa? Væri það ekki fínt fyrir jarðvöðlana sem umm allt ryðjast argandi og gargandi sem galtómar górillur með rakettur í sitjandanum?

Að fylgjast með alþingi að störfum milli jóla og nýárs var nú ekki til að auka virðingu þess meðal kjósanda. Þarna gjammaði fólk fram í fyrir hvort öðru eða jós svívirðingum yfir hvort annað utan og innan ræðustóls svo ítrekað varð að biðja fólk um að haga sér. Og þetta er fólkið sem á að stjórna landinu? Engin furða að Færeyingar og Grænlendingar vilji ekki sjálfstæði þegar þeir sjá hvernig stóri frændi fer með það.

Nokkuð er ljóst að Ólafur Ragnar Grímsson verður ekki forseti fleiri kjörtímabil og framtíð forseta embættisins er mjög óljós. Ég held að fígúru leikurinn sé genginn nógu langt.

Frá með Forsetann!

 


Allt á fullu

Þá er allt komið á fullt, ég er samt ekki byrjaður að bóka neinar æfingar né eru aðrir byrjaðir að bóka mig. En samt er þetta ótrúlega fljótt að komast í rútínuna. Ég er aðeins að breyta hjá mér mynstrinu, fara fyrr að sofa og vakna fyrr. Mér finnst gott að eiga morgnana fyrir mig, taka tíma í að vakna og byrja daginn rólega. Þá er ekki eins og skólinn sé það eina sem maður gerir á daginn.

Mikið vona ég nú að hann Ólafur Ragnar það er að segja Grímsson skrifi undir í dag. Skil ekki allt þetta drama. Þingið hefur nú í tví- ef ekki í þrígang samþykkt að ganga við þessari ábyrgð. Þó sagt verði nei verður bara samið á ný og ég efast stórlega að við náum nokkuð betri samingum. 

Annars er lífið hér bara eins og venjulega, ég er allur lurkum laminn efir fimleikana í gær. Frábært að hafa fimleika á fyrsta mánudegi eftir eftir jólafrí! En ég er hress búin að ná pestinni úr mér, en missti samt fimm kíló yfir jólin, geri aðrir betur. Mæli samt ekki með magavírus í fimm vikur, ekki góður kúr.

 


Nýtt ár

Jæja,

Þá hefst stríðið. En nú eru aðeins sex mánuðir með öllum fríum samanlagt eftir af erfiðasta pakkanum. Þá tekur við sumarönnin og þá leikstjórnar árið sem líklega endar í mars 2011. Og þá er þetta búið, eða réttara sagt þá fer þetta að gerast.

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar með kærum þökkum fyrir samfygldina á árinu sem er að líða.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.