Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Samviskubit
31.10.2010 | 09:19
Það er ekki laust við að ég hafi fengið smá samviskubit að skrifa svona um leikkonuna mína. En mér til varnar, þó að þessi ákveðna leikkona ætti stórleik á æfingunni daginn eftir. Þá toppaði hún það með því að ganga með dramtískum hreyfingum í gegnum vegginn út af sviðinu. Svo þetta eru engar ýkjur.
En að öðru leyti gengur vel og ég hlakka mikið til eftir þrjár vikur að skella í svona eins og í eina lokasýningu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Æfa alla ævi
26.10.2010 | 17:06
Já, núna æfum við á fullu krakkarnir. Gengur bara vel, en ég hlakka mest til að fara vinna þetta á sviðinu og fara sjá þetta taka á sig mynd. Því núna erum við að taka þetta í hæggengnum hænuskrefum, svo kölluðum tíu skrefin. En gengur þó hægt gangi.
Af mér svona persónulega er það helst að frétta að ég er fluttur úr litla herberginu og komin í miklu rúmbetra og skemmtilegra rými. Get heldur betur loksins teygt úr mér en jóga kennslan borgar fyrir nýja herbergið. En ég þarf að finna mér vinnu frá og með janúar á kvöldin og um helgar. Endilega látið mig vita ef þið vitið um fjarvinnu eða eitthvað slíkt.
Í leikhópnum mínum eru tvær sænskar konur. Svíar eru ekki fæddir með kímigáfu en á síðustu 3 árum hefur mér samt tekist að kenna þeim nokkur grundvallar atriði. Þannig nú hlægja þær af bröndurum en geta ekki fyrir sitt litla líf sagt þá. Þannig stundum getur orðið nokkuð undarlegt andrúmsloft á æfingum hjá okkur. Önnur þeirra sem ég kalla sænska flykið getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvernig sviðmyndin er. Ég hef hannað 3 útganga, einn inn á svefnherbergis gang, annan inn í eldhúsið og sá þriðji er útidyrnar. Þetta flækist endalaus fyrir flykinu og get ég því átt von á hún birtist hvar sem er þegar hún á senu. Stundum birtist hún jafnvel á milli húsgagna, hún kemur þá sem sagt í gegnum vegginn. En nota bene veggirnir hafa eki en verið reistir. Þó ég kalli blessaða kindina flyki þá er hún nú ekkert flyki. Hún er ekkert stærri en meðal kvennmaður sem þarf að lifa af harðann vetur, hún er bara svo annsi þung á sér. Hin sænska er fegurðar drottning frá líbanon en hennar helsti galli er að allt sem miður fer er öllum öðrum en henni að kenna. Sem er vandamál ef ræða þarf málin til að koma í veg fyrir að mistök og misgjörðir endurtaki sig. En þær eru hörku leikkonur og það er það sem skiptir máli. Mína galla þekkja allir, en ég er hörku leikstjóri og það skiptir mig miklu máli. Svo hef ég með mér ungan íslending Braga, hann er hlýðinn og duglegur drengur, og James breski, langur, ljóshærður og fallega ljótur drengur er svo sá fjórði.
Þannig þetta á allt eftir að verða yndislegt. Alla vega er skólastjórinn farinn að tala um að ég ætti að taka sýninguna og sýna utan skóla. Þó hann hafi ekki einu sinni séð eina æfingu. Svo einhver hefur á mér trú, skúbbí dú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fjólublár dagur
19.10.2010 | 19:03
Það hefur verið ákveðið að klæðast fjólubláu þann 20. október, 2010, til minningar og heiðurs 7 samkynhneigðum drengjum sem tóku líf sitt að undangengnum vikum/mánuðum vegna þeirra fordóma sem þeir mættu á heimilum sínum og í skóla. Fjólublár stendur fyrir andann í Regnbogafánanum. Svo tökum afstöðu í okkar í anda. Vitið til, aðstæður breytast til batnaðar, og þið munuð á lífsleiðinni mæta fólki sem virðir ykkur og elskar fyrir ...hver þið eruð, óháð kynhneigð ykkar. Tökum höndum saman og klæðumst fjólubláu þann 20. október. Látið þetta ganga og bjóðið öllum sem þið þekkið að vera með. Hvíli í friði: Tyler Clementi, Asher Brown, Seth Walsh, Justin Aaberg, Raymond Chase, Billy Lucas and Cody J. Barker. Minning ykkar lifir. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skúli Berg
14.10.2010 | 23:07
Í dag á meistari Skúli Berg besti frændi minn og vinur afmæli. Já, mikið er ríkidæmi mitt að þekkja svo ljúfann og góðann pilt sem hann Skúli minn er. Ég hlakka til að hitta þig um Jólin gæskur en þangað til óska ég þér alls hins besta í heimi hér. Innilega til hamingju með daginn kappi og njótu vel.
Unnar Geir frændi í London besti frændi :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gengi
13.10.2010 | 07:24
Já, það gengur bara vel með æfingarnar núna þegar þriðja vika er hálfnuð. Gott að fá Braga inn í gær eftir að hafa setið tvær vikur með tveimur sænskum konum að greina verkið. Guð minn góður hvað þær geta talað.
En eins og er þá er þetta allt að smella.
Staðreynd dagsins, vissu þið að Listerine munnskol var fyrst kynnt á markað sem magalyf, svo sem gólfsápa og að lokum munnskol. Án þess nokkurn tíman að uppskriftinnin væri breytt? Merkilegt alveg hreint ekki satt? Þetta sagði hann Stephen Fryog ekki lygur hann.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lokið
4.10.2010 | 06:35
Þá er sýninginum lokið á hádegis leikhúsinu. Það gekk bara nokkuð vel og fór gott orð af sýningunni. Gaman að mæta í leikhúsið til vinnu en ekki fara setja upp leikmyndina heldur setjast niður og fá sér kaffi. Blaðra einhverja steypu og fara svo bara leika upp á sviði, gaman af því.
Í dag hefjast æfingar The Glass Menagerie eftir Tennesssee Williams, en það verk valdi ég sem lokaverkefni. Hlakka mikið til, mér leið eins og það væri þorláksmessukvöld þegar ég fór að sofa í gærkvöldi.
Gaman af þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)