Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Unnar hinn eldri
26.8.2011 | 07:28
Jæa, hann pabbi minn gæskurinn á afmæli í dag. Það fer nú að styttast í 100 ára afmæli okkar feðga, en pabbi er 30 árum eldri en ég. Fyrir 2 árum héldum við upp á 90 ára afmælið okkar eins og frægt er orðið. Þannig nú þurfum við að plana eitthvað rosalegt.
Innilega till hamingju pabbi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Afmælisdrengurinn Sæþór
24.8.2011 | 12:35
Hann litli frændi minn á afmæli í dag. Mikið væri nú gaman að vera einhvern tímann í veislu hjá honum. En það verður líklega ekki fyrr en ég verð komin með einkaþotuna ;)
Bestu óskir um bjarta framtíð og hamingju í dag og ávalt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það tókst.
23.8.2011 | 07:32
Komin með umboðsmann. Ekki málið, elskan.
Ég var búin að undirbúa svaka ræðu og úthugs þetta allt. En Sue sjálf var ekki við svo hommalingurinn William tók á móti mér. Hann vissi nú ekki mikið um þetta nema að Sue vildi setja mig á skrá, svo hann setti mig bara á skrá.
Ekki lengi að þessu strákurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Allt að gerast.
22.8.2011 | 11:20
Já. heldur betur.
Innbúið komst allt heilt og óskemmt alla leið heima að tröppum. Tók smá stund að koma öllu fyrir hérna í herberginu mínu. En er allt komið á sinn stað og ég er ekkert smá hamingjusamur. Í fjögur ár hef ég verið að nota fundin og annara manna húsgögn, en núna er allt mitt hér. Yndidlegt.
Jamie Oliver er nýji bossinn minn. Sem sagt yfirmaður, ekki botn. Hann var að taka yfir bátinn sem ég hef hvað mest verið að vinna fyrir. Voða stemning og matur alveg frábær. Sömu skítalaunin en samt stuð, jafnvel stuð að eilífu eins og skáldið sagði.
Ég er að fara í fyrsta viðtalið mitt við umboðsmann í dag klukkan 3. Spennandi hvað kemur út úr því.
Svo er bara enn þá sumar og sól hér í borg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aftur heim
4.8.2011 | 19:36
Merki, Borgarfirði eystra.
Þú ert þar sem þú ert sagði vitur maður og hér er ég. Nú bíð ég eftir að búslóðin mæti á tröppurnar hjá mér. Ekki það að ég hafi búið hér slóða laus. En það hefur bara verið frekar lítil þörf fyrir bú þegar ég hef búið mest megnis í skólanum síðustu 4 árin. En það stefnir í að dótið og ég náum saman.
Heima á íslandi var yndislegt að vera og hitta allt fólkið mitt fallega og fína. Spjalla, djamma, drekka og borða og svo svaf ég alveg endalaust líka.
Að vera komin heim til london er líka yndislegt. Hér er hitabylgja og ljúft að vera. Ég er búin að opna fyrir allar mögulegar heimasíður og farinn að sækja aftur um hlutverk
Showcase-ið gekk mjög og var mjög gaman að rúlla þessu svona upp eftir heil fjögur ár. Á eftir vissi ég ekki hvort ég átti að öskra, hoppa um eða dansa á götum úti. Svo ég fékk mér bara dry martini og skellti mér í flug til íslands. Og vann á leikskóla í garðabæ í mánuð. Svona eins og maður gerir...
Ég kíkti aðeins upp í skóla áðann, og mikið djöfull er ég feginn að vera búin. Klukkan sjö um kvöld allir á þönum sveittir og náfölir eftir inniveru síðustu vikna. Húsið heitt og rakt og allt einhvern veginn pungsveitt. Gott að geta bara gengið út keypt popp og lagt drögin að myndakvöldi.
Næst er svo að finna sér einhvern sem nennir að hanga í sambandi við mig lengur en í 3 mánuði. Fylgist spennt með ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)