Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Leik lokið

Held ég verði að játa mig sigraðann og ljúka þessu.

Úbbs, ég meina sko að blogga. Þetta er ekki sjálfsmorðbréf.

Ég haft svo margt fólk að spjalla við að blogg hefur reynst mér óþarft. Kannski ég blogga þegar ég fer aftur út til london.

Kemur í ljós ;)

 

 

 


Dagur 3.

Já, það líður mislangt milli daganna hjá ungum leikstjórum.

En þetta gengur samt allt vel. Ég er búin að hitta flesta leikarana eftir að hafa sett í hlutverk. Og búin að setja þeim fyrir svo þau geta byrjað að vinna sína heimavinnu. Æfingar byrja svo á fullu  um helgina og þá fer nú að koma aðeins meiri mynd á þetta hjá okkur.

Sýningin á eftir að falla vel að húsinu, helstu kostir þess og gallar um leið eru stærðin á salnum og sviðinu. Um leið og sviðið er stórt er það of hátt miðað við salinn. Salurinn hinsvegar er stór fyrir talað mál og söng þannig að endurvarp er lítið sem ekkert. Þessi fermetra fjöldi er engu að síður lúxus en uppbyggingin ekki.

Það skrítna við vinnu leikstjórans er að hversu vel sem undirbúningurinn er þá er aldrei hægt að segja hvernig til tóks fyrr en eftir síðustu sýningu.

En það er eins gott að venjast þessu, því þetta ætla ég að gera þar til ég drepst.

;)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband