Komin aftur

Jæja,

Ég dvaldi um helgina á litla íslandi. Það var ákaflega hressandi að koma í rokið og rigninguna. Sérstaklega var gott að hitta alla góðu vini mína og ættingja alla saman. Ég er ákaflega heppin með fólkið í kringum mig. Allir eru bara áfram Unnar, ekki gefast upp, hættu þessu væli og njótu þess að vera þarna.  Einmitt sem ég þarf, takk kæru vinir.

 Annars var dökkt yfir, þrátt fyrir bjarstsýni og hamingju. Ástráður afi strákana hennar Huldu frænku dó um daginn og nú um helgina dó pabbi hennar Þórunnar Grétu vinkonu minnar. Með samúð í hjarta hugsa ég til ykkar allra.

 Kveðja í bili,

Unnar Geir


Bloggfærslur 7. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband