Dagur eftir þennan dag
3.2.2010 | 07:43
Nei, ég er ekki að tala um Dag Bé Eggertsson hinn fagra. Bara svona dagana yfirleit. Hér rúllar allt sinn vanagang, skóli æfingar og heimavinna. Shakespeare æfingin mín gekk mjög vel og ég er byrjaður að vinna senu úr Ég er Meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín. En Hrafnhildur gaf mér góðfúslegt leyfi til að vinna með verkið hennar, fann hana á facebook, við erum núna vinir.
Á föstudaginn tek ég við sem nemenda aðstoðarskólastjóri, því skólinn er að hluta nemenda rekinn. Spennandi en þýðir náttúrulega meiri vinnu. Gaman af því. Annars fer þetta nú að klárast, námið sko, lífið er rétt að byrja.
Athugasemdir
Ánægð með þig maður!
Hrefna (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 15:07
Þú hefur nú örugglega gaman að stjórastöðunni.
Næstum búið að kaupa fermingarföt svartar buxur,svört skyrta,hvítt vesti og hvítt bindi. Held hann verði flottastur:)
Ída Björg (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.