Skóla Rapp
27.4.2011 | 15:30
Já skólinn er bara búin. En ég er ekki útskrifaður þó. Nei, nei hér gerum við hlutina flókan ef hægt er. Sko, þannig er mál með vaxtabótum að við útskrifumst líkalega ekki fyrr en í júní svona formlega. En þá er show case-ið sem er nokkurs konar sölusýning á okkur fyrir umboðsmenn og konur.
Ég er búin að fá nokkur boð í prufur og sat fyrir í auglýsingum um daginn svo þetta er allt að koma. En annars gerist ekkert fyrr en eftir show case-ið. Þá fer ég fyrst að stressast, en þanngað til ætla ég bara að taka þetta rólega.
Skrýtið að vera ekki í skólanum allan daginn og vera vinnandi að einhverju verki eða verkum alltaf stanslaust. Ótrúlegt hvað maður kemst yfir á einum degi þegar maður ekki 12 tíma á dag í skólanum.
Þannig já sem sagt þessari 4 ára skólagöngu er lokið, aaaaaaaahhhhhhhhhh.
Athugasemdir
Til hamingju með skólalokin elsku bróðir. Þau voru ótrúlega fljót að líða þessi fjögur ár verst að þú skulir ekki vera á heimleið en gangi þér vel í atvinnuleitinni. Það er alltaf laus staða hjá mér;)
Ída Björg (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 21:09
Takk elsku systir ;)
Unnar Geir Unnarsson, 28.4.2011 kl. 06:27
Til hamingju með það elsku bróðir :) ég er alveg sammála systu, komdu bara heim.
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.