Ian skal það vera Unnarsson
18.5.2011 | 10:46
Já, ákvörðun hefur verið tekinn. Ég valdi Ian sem fyrsta nafn og held íslenska eftirnafninu Unnarsson.
Þannig að Ian Unnarsson er leikari, leikstjóri og söngvari, Unnar Unnarsson er Jógakennari og Unnar Geir Unnarsson er íslendingur, sonur, bróðir, frændi, mágur og vinur.
Flókið en svona er að vera svona spes eins og ég :)
Það fór allt í einu allt á stað. Ég er komin með tvo nýja fasta jógatíma á viku, komin á skrá hjá tveimur þjónaleigum. Nýbúin að leika í nemenda stuttmynd, einu tónlistarmyndbandi og var að landa aðalhlutverki í stuttmynd.
Það er loksins búið að ákveða showcase-ið okkar en það verður 30 júni í Soho Theatre. Þá um kvöldið hoppa ég um borð í síðustu vél kvöldsins og verð heima á íslandi allann júlí mánuð.
Ian Unnarsson, nýfæddur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.