Út um víðann völl
18.5.2011 | 11:19
Já, lífið eftir skóla er fjölbreytt.
Síðasta föstudag var ég að leika löggu í hip hop myndbandi. Daginn eftir vaknaði ég um sex leytið til að vera mættur klukkan níu að kenna jóga í Surbiton. Eftir tímann lá leiðinn til vestur london til að mæta í prufur fyrir stuttmyndina sem ég er að fara leika í. Þá var komin tími til taka lestina niður á Millbank að mæta á aðra vakt fyrir þjónaleiguna sem ég vinn fyrir. En þar sem ég var vel tímalega, lagði ég mig í Tate listasafninu og skipti svo í þjónabúninginn á salerninu og mæti ferskur til vinnu. Þar þjónaði ég til borðs á vínsmökkun á 28. hæð með útsýni yfir alla london. Ég var svo kominn heim klukkan eitt um nóttina, þreyttur en samt ánægður með lífið.
Já, svona er london í dag ;)
Athugasemdir
já sæll.. allt að gerast. mjög langt síðan ég kíkti inn til þín síðast. gaman að heyra hvað það gengur vel mr Ian. jógakennari???
Harpa (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 10:23
Já, Harpa blogg er ennþá kúl :)
Heyrðu já, nú er minn bara orðinn jóga kennari eftir allt saman frekar spes en voða næs.
Unnar Geir Unnarsson, 24.5.2011 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.