Aftur heim

Merki

 

 

 

 

 

 

Merki, Borgarfirði eystra.

Þú ert þar sem þú ert sagði vitur maður og hér er ég. Nú bíð ég eftir að búslóðin mæti á tröppurnar hjá mér. Ekki það að ég hafi búið hér slóða laus. En það hefur bara verið frekar lítil þörf fyrir bú þegar ég hef búið mest megnis í skólanum síðustu 4 árin. En það stefnir í að dótið og ég náum saman.

Heima á íslandi var yndislegt að vera og hitta allt fólkið mitt fallega og fína. Spjalla, djamma, drekka og borða og svo svaf ég alveg endalaust líka. 

Að vera komin heim til london er líka yndislegt. Hér er hitabylgja og ljúft að vera. Ég er búin að opna fyrir allar mögulegar heimasíður og farinn að sækja aftur um hlutverk

Showcase-ið gekk mjög og var mjög gaman að rúlla þessu svona upp eftir heil fjögur ár. Á eftir vissi ég ekki hvort ég átti að öskra, hoppa um eða dansa á götum úti. Svo ég fékk mér bara dry martini og skellti mér í flug til íslands. Og vann á leikskóla í garðabæ í mánuð. Svona eins og maður gerir...

Ég kíkti aðeins upp í skóla áðann, og mikið djöfull er ég feginn að vera búin. Klukkan sjö um kvöld allir á þönum sveittir og náfölir eftir inniveru síðustu vikna. Húsið heitt og rakt og allt einhvern veginn pungsveitt. Gott að geta bara gengið út keypt popp og lagt drögin að myndakvöldi.

Næst er svo að finna sér einhvern sem nennir að hanga í sambandi við mig lengur en í 3 mánuði. Fylgist spennt með ;)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fylgist sko reglulega spennt með... "reglulega spennt" as in ..every now and then with a hint of a smile.. eða eitthvað.

langaði að bara "vá hönkið" við portrettið af þér hér neðar á síðunni. ;)

Harpa (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband