Leikara raunir
11.10.2011 | 10:03
Já, það er margt sem leikari getur þurft að ganga í gegnum á sýningum. Þá meina ég það sem áhorfendur komast aldrei að.
Til dæmis um daginn vorum við að sýna í sal án loftræstingar þegar hitabylgja gekk yfir. Dag eftir dag slagaði hitinn upp í 30 stig fyrir utann og ekki var mikið svalara í sviðsljósunum inn í leikhúsinu. Til að auka á gleðina þá var ég klæddur í þessu fínu ullarjakkaföt, svitinn bókstaflega lak af mér. Eitthvað sem áhorfendur tóku vissulega eftir. Það sem þeir ekki vissu var að ég hafði náð mér í þessa fínu haustflensu og var því þegar vel heitur þegar ég steig á svið. Að auki stóð öryggisnæla vel inn í bakið á mér svo blóð litaði skyrtubakið fallega rósrautt í bland við svitann. Þessi næla var sett til að stytta axlarböndin sem nú hættu að sinna hlutverki sínu svo buxurnar byrjuðu rólega að síga neðar og neðar. Þarna stóð ég rennblautur af svita, með nælu í bakinu og haldandi uppi buxunum með olnboganum. Á sama tíma og ég átti að vera veraldarvanur yfirstéttar enskur herramaður. Ég fór ekki af sviðinu fyrr en byrjun annars þáttar eftir að hafa tekið þátt í mikilli sviðsskiptingu svo ekki var annað í stöðunni en láta sig hafa þetta.
Blessaðir áhorfendurnir sitja svo bara þarna í mesta sakleysi og renna hafa gaman af því sem er borið á borð fyrir þá. Og hugsa líklega, hann Unnar Geir hefur nú oft verið betri. Það er eins og hann sé eitthvað annars hugar.
Athugasemdir
Æji aumingja kallinn en örugglega staðið sig með sóma samt:)
Ída Björg (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 20:02
Já, þetta er ekki tekið út með sældinni.
En jú, jú. Ég var algjörg sómaborgari :)
Unnar Geir Unnarsson, 11.10.2011 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.