Helgarfrí og þungir þankar.
26.10.2007 | 22:37
Ég klappaði æfingu í dag, við sjáum fyrir okkur einhvern hlut (Í þetta inn castard sem er eitthvað vanilusósu dæmi sem hellt er yfir bökur og svoleiðis) Ég gerði allt rétt en ekkert meira en það, sagði kennarinn. Hún sagði einnig að þetta mæti segja um allt sem ég gerði í skólanum. Allt væri rétt og bara fínt ef út í það færi en ekkert meir. Ég skildi greinlega námsefnið, en það væri eins og ég væri ekki að njóta mín hér. Sem er að mörgu leyti rétt. Ég er enn með þau á skilorði. Ókei, ég skal taka þátt í þessu með ykkur en ég er ekki alveg að trúa þessu öllu saman. Ég sé að kenningarnar virka í daglegu lífi, en á sviði? Hef ekki sé það enn þá!Kennarinn vildi nú samt að ég myndi eftir því að þetta er 3. ára nám og aðeins væru 5 vikur liðnar. Hún skildi mig vel en vildi samt að ég skoðaði hvaðan þessar hugsanir kæmu. Hvort ég hugsaði alltaf, ég ætla gera mína skildu. En ekki nú skal ég njóta mín. Því þessi hugsun takmarkar svo möguleika mína á framförum. Ef ég geri bara það sem ég á að gera verður þetta rétt en ekki lifandi. Það er eins og mig vannti innblástur eða þrá til að keyra mig áfram.
Er þetta ekki það sem ég vildi alltaf gera, er þetta ekki draumurinn? Kannski er ég hræddur við að draumurinn verði að raunveruleika. Því hvað tekur við ef hann rætist? Eitthvað var það sem hélt mér svona lengi frá því að láta á hann reyna. Lífið er byrði er hugsun sem kom upp þegar ég lék fyrri æfinguna mína. Vá, lífið er byrði, gæti Unnar Geir hressi, káti borið svo þunga bagga á herðum sér? Það gæti bara alveg vel verið. Ég veit samt ekki hvar hún kemur þessi stóra hugsun. Ég veit samt að um leið og ég þrái hrósin, þá trúi ég þeim ekki. Ég held alltaf að fólk meini eithvað annað eða sé bara að vera kurteist. Sem það oft er, en alls ekki alltaf. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar skólinn samþykkti umsóknna mína var, ókei þetta er greinilega lélegur skóli. Það hlaut eitthvað að vera að skólanum fyrst ég komst inn. Þetta er náttúrulega ekki í lagi, ekki njóta þess að komast inn. Nei, nei um að gera að ekki.
Ég þarf að leggjast yfir þetta og reyna að finna aftur tilganginn með þessu öllu. Að skilja kærastann, fjölskylduna og vinina eftir á klakanum og halda einn til london. London hina gráu, ljótu skítköldu borg og stunda leiklistarnám 24. tíma sólarhringsins næstu 3 árin. Kennarinn hefur beðið mig að sjá fyrir mér langtíma myndirirnar sem ég vil sjá. Hvar verð ég þegar ég útskrifast, eftir 5 eða 10 ár. Það eru myndirnr sem ég á að skoða þegar ég vakna skjálfandi af kulda á gráum mánudagsmorgni.
Hugsa þetta yfir helgina.
Athugasemdir
Velkominn í framhaldsnám Efasemdir um eigin hæfileika, kennarana, skólann í heild og kenningarnar sem hann byggir á eru daglegt brauð. Flestir prófessorarnir sem ég þekki villast um háskólana huxandi "ó, ég vona að enginn fatti að ég er ekki eins klár og þau - á ég virkilega heima hérna??". Fyrir vikið heldur fólk áfram að skoða eigin vinnu og kenningar með gagnrýnu hugarfari, og það eru fín vinnubrögð. Þannig verða framfarir.
Hins vegar þarf maður líka að njóta og hafa gaman af. Annars er þetta ekki þess virði. Það er bara spurning um að finna út hvernig hlutfall ánægju og efasemda er hjá manni. Mér finnst þú áhrifaríkur leikari og ég er aldrei kurteis.
Agnes (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 15:04
Njah, ef þú sérð þig fyrir þér í Árlandi eftir 10 ár þá máttu alveg koma strax!
Helga (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:10
Helga mín árland er vissulega í framtíðinni en ekki einungis. 'eg vri alveg til að kíkja á ykkur í jóla og páska fríum.
Takk agnes, þú ert ágæt ;)
Unnar Geir Unnarsson, 28.10.2007 kl. 20:05
vá hvaða þetta hljómar eins og útúr hausnum á mér.. kennarinn minn er einmitt að koma með sömu komment. Þetta er allt til staðar vill að ég hugsi stærra þegar ég er að túlka lögin. Ekki kuðla mig saman og finnast ég vera lítil uppá sviði. Finnast maður vera fyrir og fá kjánahroll og efasemdir þegar maður fær hrós! Ætli við séum eitthvað skild?
En kæri bróðir.. ég veit það alveg 100% að þetta er eitthvað sem þú átt að vera að gera. Við trúum öll á þig, málið er bara að þú verður að trúa sjálfur að þú getir þetta. Láttu bara vaða, þroski er að læra af mistökunum og ef maður lætur ekki allt flakka og hættir að pæla í að gera allt rétt þá lærir maður meira og verður betri fyrir vikið.
hafðu það rosalega gott þarna úti og það er líka kalt hérna
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.