Ballet fætur, morðs virði...

Jæja, talandi um hrós... ég er sem sagt með fætur sem eru morðs virði. Jebb, hin litla jassballet kennslukona var eitthvað að setja út á fótaburðinn hjá mér í dag. Hún bað mig um að rétta fram fæturna og benda stórutá beint fram. Fuck, I would kill for those! Sagði hún, nee ne ne nee ne ne sagði ég þá. Allir hlógu, svaka stuð í ballet. En þau voru appó, ég sá að. Ég hélt samt áfram að skakklabbast um salinn, með fæturnar í hnút og aldrei í takt við tónlistana. En í huga mér var svífandi um eins og Boris Búrsníkoff balletmeistari. Því ég er með svo flottar fætur, sjáiði til.

Við áttum að fara í ballet eftir hádegi (Ég hlakkaði svo til að sýna kennaranum fæturnar) en enginn kennari mætti. Ókei, við notuðum tíman og lærðum heima. Þá var komið að sviðsbardagalistum en enginn kennari mætti. Við biðum í klukkutíma, og þá mætti hann loks. Fólk var eitthvað að misskilja stundartöfluna. Ég bætti sveifluna hjá mér með því að kyngja stoltinu og velja léttara sverð. Þvílíkur munur, ég get gert svona svifff hljóð og allt núna. Við notuðum svo síðustu mín. í að læra detta. Kannski kominn tími til þar sem við erum búin að slást í 5. vikur. En það var mjög gaman, ég get núna dottið um allt bæði fram og aftur. En ekki á hlið, hvorki hægri né vinstri. Kannski læri ég það seinna, hver veit...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef engu við að bæta við athugasemd Agnesar um daginn, maður verður líka bara að lifa af þessar lægðir ... mér finnst ekki spurning að þú sért að gera rétt að vera út í London að læra leiklistina þína.  Þinn tími er kominn hvað þetta varðar :-). Kannski er þetta ekki besti skólinn í heimi, en hann gefur þér gráðu sem er gild allstaðar (eða er það ekki!!!) og svo kannski geturðu ekki alveg metið skólann fyrr en nokkrum árum eftir útskrift, í rauninni!  Kannski er þetta betri skóli enn þig grunar. Sé þig í anda í ballettinum... já eða nei eiginlega ekki...

Kveðja, Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 10:32

2 identicon

Já fallegir fætur segiru.. kannski sjá Bretar býfurnar þínar með öðrum augum en við hérna heima   neinei þú ert fallegur

Hildur (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:00

3 identicon

er engin oroblu keppni fyrir stráka?

Helga (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:21

4 identicon

mig minnir að tásurnar á þér hafi nú bara verið nokk sætar allar tíu, man þetta reyndar ekki svo ljóst þar sem nokkur ár eru liðin frá því við sátum berfætt að leika okkur í  action man leik en handviss bara nokkuð á þessu.

Hættu svo að hugsa svona neikvætt,þetta er pottþétt eitthvað sem þig langar að gera, hugsaðu um mig bara, ekki viltu vera sveitt, þriggja barna móðir sem kann ekki að læra latínu!!!!!Ömurrrlegt

heyrðu bíddu kemurðu austur eða....eða ertu kannski farinn út aftur eða.......

já bið svo að heilsa

adda

anitan (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 14:41

5 identicon

Tærnar þínar fallegar einmitt minnir að við höfum nokkrum sinnum hlegið að þeim. En þú veist hvað mér finnst um tær. Fínt að þær eru þarna niðri oftast klæddar sokkum. Hlakka til að hitta þig og er viss um að þú getur ekki talað við mig fyrr en grísirnir mínir sleppa þér úr gíslingu.

Kv Ída

Ída (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:27

6 identicon

Sæll kæri Unnar Geir,

Vonandi hlýnar þér eitthvað á klakanum um helgina. Það er nú oft þannig að fyrst þegar maður breytir um aðstæður þá er allt spennandi fyrst, svo kemur lægð - jú þetta er rútína en er ég sáttur en svo finnur maður oftast dampinn aftur. Við erum hér í starfsmannapartýi að Hjarðarhaga og vorum að tala um hve mikið við söknum þín og þinnar óbilandi lífsgleði. Reyndu að finna það sem jákvætt er og vinna út frá því elsku karlinn. Kær kveðja frá mér og öllum hinum vitleysingunum í Hagaborg.

Erna Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband